fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Bleikt

Opnar sig frekar um hræðilega upplifun hjá Ellen DeGeneres – Mátti ekki nota klósettið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 17. apríl 2020 10:01

Nikkie de Jager og Ellen DeGeneres.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Nikkie de Jager opinberaði leyndarmál sitt í janúar eftir að hafa sætt hótunum og kúgunum. Hún greindi frá því í myndbandi á YouTube að hún væri trans.

Í kjölfarið fór hún í viðtal til Ellen DeGeneres og vakti viðtalið mikla lukku. Hins vegar var upplifun Nikkie ekki eins jákvæð og hún leit út fyrir að vera. Nikkie greindi fyrst frá því í viðtali í hollenska spjallþættinum De Wereld Draiit Door að Ellen hafi ekki verið eins vingjarnleg og hún hélt.

Nikkie sagði að Ellen hafði ekki heilsað henni og að þáttur Ellenar hafi verið „kaldur og fjarlægur.“

Ummæli Nikkie vöktu mikla athygli og kepptust fjölmiðlar um heim allan að fjalla um málið.

Nú hefur Nikkie opnað sig meira um upplifun sína í spjallþætti Ellen DeGeneres. Pop Crave greinir frá því á Twitter.

Í forsíðuviðtali við hollenska tímaritið &C segir Nikkie að henni hafi verið meinaður aðgangur að klósetti fyrir þáttinn.

„Kannski er ég barnaleg, en ég bjóst við að það yrði tekið á móti mér með konfettí: Velkomin til Ellen DeGeneres! En í staðinn tók á móti mér reiður starfsnemi sem var örugglega búinn að vinna yfir sig.  Ég bjóst við Disney þætti, en það sem ég fékk var líkara „Teletubbies eftir myrkur“,“ segir Nikkie.

„Allir gestir þáttarins fengu eigið klósett, en ég fékk það ekki. Ég fékk ekki einu sinni að nota klósettið sem var næst mér því það var tekið frá fyrir Jonas Brothers. Þeir fengu að nota það, en ekki ég. Svo þegar ég hugsa til baka, mitt viðtal fékk átta milljón áhorf, þeirra fékk aðeins tvö milljón. Ha!“

View this post on Instagram

Vers van de pers: in het hagelnieuwe nummer van &C met als thema ‘Laat je niet gek maken’ vertelt @nikkietutorials over de nasleep van haar coming-out. In het grote interview heeft ze het samen met @chantaljanzen.official over hoe zij hun hoofd koel houden, ook nu. Het songfestival, dat Nikkie voor online en Chantal voor tv zou presenteren, werd afgelast. Dat was voor Chantal geen grote shock: ‘Je kunt gewoon geen feest geven terwijl de wereld in brand staat’. Wie zich nog meer niet gek laten maken? @jaimievaes, @shellysterk, @bibibreijman, @kimkotter en @sannyzoektgeluk. Zij vertellen in &C hoe ze omgaan met de mening van de ‘moedermaffia’ op social media. Verder heeft @mrsjamieli het over haar uiterlijk: ‘Ik vind mezelf zonder make-up een graftak.’ en Carolien Borgers vertelt waarom ze haar scheermesje links laat liggen. • • • Benieuwd wat er deze maand nog meer te lezen is in &C? Lees meer via de link in bio of koop hem vanaf morgen in de winkel. Ben je abonnee? Jij kan ‘m vanaf vandaag al lezen. #andc #linkinbio #chantaljanzen #nikkietutorials

A post shared by &C (@andcgram) on

Ellen DeGeneres hefur ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Khloé Kardashian sögð vera óþekkjanleg á nýjum myndum

Khloé Kardashian sögð vera óþekkjanleg á nýjum myndum
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar – Sjálfsvorkunn fer þér ekkert sérlega vel

Stjörnuspá vikunnar – Sjálfsvorkunn fer þér ekkert sérlega vel
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Einn strákur sagði öllum skólanum að ég væri eins og api“

„Einn strákur sagði öllum skólanum að ég væri eins og api“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Twilight stjarna látin aðeins þrítug að aldri

Twilight stjarna látin aðeins þrítug að aldri
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kylie Jenner ásökuð um að photosjoppa ökuskirteinið sitt – Sitt sýnist hverjum

Kylie Jenner ásökuð um að photosjoppa ökuskirteinið sitt – Sitt sýnist hverjum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Læknar sögðu henni að sonur hennar væri grenjuskjóða en hún vissi betur

Læknar sögðu henni að sonur hennar væri grenjuskjóða en hún vissi betur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.