Sunnudagur 29.mars 2020
Bleikt

Íslenskur ofbeldismaður lýsir því þegar hann réðst á ólétta kærustu sína: „Á hverjum einasta degi reyni ég að eyða þeim aumingja“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður sem segist að eigin sögn vera ofbeldismaður lýsir afleiðingum þess að hann réðst á ólétta þáverandi kærustu sína. Maðurinn segir frá þessu nafnlaust á bland.is. Að eigin sögn var hann sturlaður af fíkniefnaneyslu en segir það enga afsökun. Saga hans gæti mögulega orðið öðrum víti til varnaðar.

Maðurinn segist sjáist gífurlega eftir þessu. „Ég er ofbeldismaður og ég sé eftir mistökunum mínum á hverjum degi. Ég tók barnsmóður mína, sem var mér allt, hálstaki, ég ýtti henni upp að vegg og hélt henni þar. Í reiðis blackouti sló ég hana með opnum lófa í andlitið. Þetta gerði ég henni þegar hún var komin 17 vikur á leið. Ég hef enga afsökun. Ég er ekki að afsaka mig. Ég þarf að lifa með þessu allt mitt líf.

Missti allt

Hann segist hafa misst allt eftir þetta. „Ég missti ekki bara hana alfarið úr mínu lífi þennan morgun. Ég missti einnig drengina mína. Ég var ekki viðstaddur fæðingu þeirra. Ég hef aldrei verið með þeim á afmælum, jólum, né yfir heilan dag. Þeir þekkja mig ekki sem pabba sinn. Þeir vita ekki hver ég er. Þeir þekkja annan mann sem pabba, þeir vita ekki af mér,“ segir maðurinn.

Hann segir að á þessum tíma hafi hann verið stjórnlaus vegna neyslu. „Á hverjum einasta degi sakna ég þeirra. Á hverjum einasta degi hugsa ég um þá. Á hverjum einasta degi hata ég manninn sem tók móður þeirra hálstakinu. Á hverjum einasta degi reyni ég að eyða þeim aumingja. Ég var stjórnlaus í neyslu. Út úr ruglaður af amfetamínneyslu og imovane kokteil og öðrum efnum í bland. Búinn að vera vakandi í þráhyggju, stjórnleysi og ástarsorg i marga daga. Reiður, sár og rosalega ringlaður fór ég til hennar til að reyna að fá svör sem ég aldrei fékk. Fékk þessi orð: „Ég elskaði þig aldrei, þú átt ekkert í þessum börnum viltu drulla þér út“. Ég man að það varð allt svart,“ segir maðurinn.

Viðurkennir mistökin

Það næsta sem hann man eftir var þegar hann var byrjaður að ráðast á barnsmóður sína. „Rankaði við mér með höndina á hálsinum á henni, og hélt henni upp við vegg. Í kringum mig var allt brotið, ég rústaði eldhúsinu. Ég sleppti takinu og brotnaði saman og grét. Þarna var ég búinn að svipta sjálfan mig því sem ég þráði að hafa. Þráði að taka þátt. Ég meiddi einu manneskjuna sem ég sór að meiða aldrei, ég brást sjálfum mér, ófæddum drengjunum. henni og öllu því sem mér var kærast í lífinu. Ég gerði mistök sem ég mun alltaf sjá eftir og mun aldrei gleyma. Mistök sem ég hef reynt að réttlæta fyrir sjálfum mér og öðrum. Mistök sem ég er minntur á hverjum degi. Ég á þessi mistök,“ lýsir maðurinn.

Hann segist verða að bera ábyrgð á gjörðum sínum. „Ég er þessi aumingi sem lagði hendur á konuna sem ég vildi eyða lífi mínu með. Þetta gerðist í nóvember árið 2016. […]. Þann 12. desember 2019 átti ég 1 árs edrú afmæli. Ég hef ekki viljað ræða þetta fyrr en núna. Eftir þennan morgun tók við meiri neysla, meiri geðveiki, meiri þráhyggja og meiri sjálfsblekking, meira sjálfshatur og ég ýtti þeim mikið lengra i burtu. ég fokkaði öllu mikið meira upp,“ segir maðurinn.

Reynir sitt besta

Að lokum útskýrir hann hví hann skrifar þennan pistil. „Ég skrifa þetta hér því ég verð að gera þessa fortíð upp. Ég verð að fyrirgefa sjálfum mér og ég verð að fá kjarkinn til að fara af stað og reyna að öðlast þann rétt til þess að kynnast strákunum mínum. Ég elska þá svo mikið þrátt fyrir að þekkja þá ekki. Þeir eru synir mínir. Þeir eru fallegu yndislegu drengirnir mínir og ég þrái að vera partur af þeirra lífi. Kynna þá fyrir stóra bróður þeirra sem elskar þá svo mikið líka. Ég reyni mitt besta á hverjum degi að vera örlítið betri maður en ég var í gær. Ég vil aldrei aftur vera maðurinn sem ég var og ég mun reyna allt í mínu valdi til að sjá til þess að það skrímsli komi aldrei aftur út. Ég er ofbeldismaður. Ég er fíkill, bara óvirkur einn dag í einu.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Innlit á heimili Ditu Von Teese – Uppstoppuð dýr í nánast hverju herbergi

Innlit á heimili Ditu Von Teese – Uppstoppuð dýr í nánast hverju herbergi
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Jóhann er með skothelt ráð fyrir pör sem eru alveg að fara að sturlast vegna of mikillar samveru

Jóhann er með skothelt ráð fyrir pör sem eru alveg að fara að sturlast vegna of mikillar samveru

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.