fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Opinberun Jessicu – Leitaði í vímuefni eftir misnotkun í æsku: „Ég var að drepa mig á drykkju og pilluáti“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 11:33

Jessica opnar sig upp á gátt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Jessica Simpson opnar sig upp á gátt í endurminningum sínum, Open Book, sem koma út vestan hafs þann 4. Febrúar næstkomandi. Í bókinni segir hún til að mynda í fyrsta sinn frá því að hún hafi verið misnotuð kynferðislega í æsku.

Jessica, sem í dag er 39 ára og státar af afar farsælum tónlistarferli, segir í bókinni að ofbeldið hafi byrjar þegar hún var sex ára, þegar hún „deildi rúmi með dóttur fjölskylduvinar.“ Fjölskylduvinurinn, faðir stúlkunnar, leitaði á hana.

Open Book kemur út í næsta mánuði.

„Þetta byrjaði með kitli á bakinu og fór síðan yfir í hluti sem voru afar óþægilegir,“ skrifar Jessica í Open Book. Á þessum tíma var Jessica þjökuð af samviskubiti út af misnotkuninni og þorði ekki að segja frá.

„Mig langaði að segja foreldrum mínum. Ég var fórnarlamb en mér fannst ég hafa gert eitthvað rangt.“

Ekki rætt

Sex árum seinna, þegar að Jessica var tólf ára, ákvað hún að segja foreldrum sínum, Joe og Tinu Simpson. Fjölskyldan var í ferðalagi og þegar að Jessica sagði frá sló móðir hennar á handlegg föður hennar og sagði: „Ég sagði þér að eitthvað væri í gangi.“ Faðir Jessicu horfði hins vegar „á veginn og sagði ekki orð.“ Málið var síðan grafið og ekki rætt um það meir.

„Við gistum aldrei hjá vinafólki okkar aftur en við töluðum heldur ekki um hvað ég hafði sagt,“ skrifar hún í bókina.

Svo leið tíminn og Jessica öðlaðist heimsfrægð. Þá reyndi hún að grafa sársaukann úr æsku.

Falleg fjölskylda.

„Ég var að drepa mig á drykkju og pilluáti,“ skrifar hún. Jessica fann sálufélaga sinn í Eric Johnson árið 2010 en þau gengu í það heilaga árið 2014. Þau eiga þrjú börn saman, dótturina Maxwell, 7 ára, soninn Ace, 6 ára og dótturina Birdie, 10 mánaða. Söngkonan varð edrú í nóvember árið 2017 og hefur ekki snert vímugjafa síðan. Í einu af átakanlegri lýsingum í bókinni skrifar Jessica um þegar hún fann botninn eftir Hrekkjavökupartí heima hjá sér árið 2017.

„Ég sagði við vinkonu mína: Ég þarf að stoppa. Þetta þarf að stoppa. Ef áfengið er að gera þetta og gera það verra, þá verð ég að hætta.“

Þá hittir hún einnig sálfræðing tvisvar í viku, sem hún segir hafa verið erfiðara en að hætta að drekka.

„Þegar ég sagði loksins að ég þarfnaðist hjálpar var ég eins og litla stúlkan sem fann köllunina í lífinu sínu aftur,“ skrifar hún. „Ég fann mína fjöl og átti að ganga beint áfram án ótta. Hreinskilni er erfið en einnig mjög gefandi. Það var einnig svo fallegt að komast í gegnum óttann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.