fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Stjörnuspá vikunnar – Æ, láttu bara vaða!

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 17. maí 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 15. – 21. maí

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Andaðu áður en þú æsir þig og teldu upp að 10, það borgar sig. Gefðu þér smá tíma til að kjarna þig og þá muntu ráða betur við aðstæður. Þú finnur það í vinnu og heima við að allt einhvern veginn gengur upp. Meira að segja börnin hlusta á þig, sem þér finnst örlítið grunsamlegt!

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Nú máttu bretta upp ermarnar því ný verkefni laðast að þér. Þú ert líka komin/n í skipulagsstuð þannig að þetta gæti verið góð vika til þess að skipuleggja ferðalagið innanlands í sumar, „glamping” gæti alveg bætt upp fyrir Tenerife-ferðina.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Eitthvað sem þú sást fyrir þér gengur ekki alveg upp, en ekki örvænta. Nýjar dyr munu opnast. Þú sérð það ekki núna en kosmósið mun bæta þér þetta upp mjög fljótlega með jafnvel enn betri útkomu.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Báchicka bábáw! Þú ert í sexí stuði þessa vikuna og nýtur þess að fá meiri athygli en venjulega. Nýttu orkuna til að krydda hlutina með núverandi eða fara á blinda stefnumótið sem félagi þinn var að tala um. Út fyrir þægindarammann – koma svo, haffa gaman!

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Gefðu þér tíma til að tengjast aftur vinaböndum. Þú þarft á því að halda. Taktu upp símann, spjallaðu og planaðu vinahittinga. Ágætis tími til að sjá fyrir sér ný markmið og skrifa niður óskir og drauma. Þetta verður einstaklega skemmtilegt sumar fyrir Ljónið!

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Elsku hógværa Meyjan okkar. Fólk á þessari plánetu les ekki hugsanir, því hvetjum við þig til að bæði hugsa upphátt og gera kröfur. Þetta litla mál í hausnum á þér hljómar miklu stærra en það er og þú munt sjá það strax á viðbrögðum annarra.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Það er nú ekki sjaldan sem þig dagdreymir og nú áttu næstum því erfitt með að sofna því hausinn er á flugi. Þú ert tilbúin/n fyrir þessa nýju orku sem flæðir til þín. Taktu henni opnum örmum og sjáðu öll tækifærin.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Það er styrkur að sýna veikleika og það er það sem þú þarft að æfa þig í. Þú ert ekki ein/n og þetta verður allt í lagi svo lengi sem þú lofar sjálfri/um þér að dvelja í þessari tilfinningu. Sjá hana og hlusta í stað þess að bæla hana niður. Þannig kemstu á rétta braut.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Ókei, rómansvikan búin og tími til að bretta upp ermarnar. Það er, þótt þú trúir því ekki, enn eitt verkefnið að detta til þín – nýtt atvinnutækifæri í eigin rekstri og spilin eru þér hliðholl þannig að nú er tíminn.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Það er rótgróið hjá þér að þurfa aukna athygli til að bæta upp fyrir öll þau ár sem jólin stálu athyglinni frá þeim merkisdegi þegar þú fæddist! Og það er allt í lagi. Tilvalin vika til þess að gleðja sjálfa/n þig með vinamatarboði þar sem þú syngur afmælissönginn lágt fyrir sjálfa/n þig.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þú ert ólm/ur í að finna þér nýtt áhugamál og ert farin/n að leita þér að kajak í Facebook-hópum og spyrja vini þína hvort enginn spili tennis lengur. En hvað sem þú ákveður þá muntu finna þig knúna/inn til þess að kaupa ALLT sem tengist nýja áhugamálinu.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Nú ferðu að vakna til lífsins. Hvatvísi og áhrifagirni munu einkenna þig þessa vikuna þannig að ég myndi vanda valið á þeim sem þú umgengst áður en þú klippir allt hárið eða rankar við þér í einhverri furðulegri en skemmtilegri lífsreynslu. Æ, láttu bara vaða, þetta verður góð saga eftir á!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.