Þriðjudagur 19.nóvember 2019
Bleikt

Faðir og vinnualki vill vara aðra foreldra við – Sonurinn lést á meðan hann var á fundi

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 9. september 2019 20:30

JR og Jessica með sonum sínum, Oliver og Wiley.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir, sem lýsir sér sjálfum sem „vinnualka“, komst að því að sonur hans væri látinn á meðan hann var á símafundi.

JR Storment hvetur foreldra til að setja börnin sín í fyrsta sæti í einlægri færslu sem hann deildi á LinkedIn. Hann vonast til að skilaboðin nái til fleiri foreldra á vinnumarkaði.

JR skrifaði færsluna eftir að annar tvíburasonur hans lést skyndilega í svefni. Wiley Storment dó fyrir þremur vikum eftir að hafa glímt við sjaldgæfan fylgikvilla af barnaflogaveiki.

Eiginkona hans, Dr Jessica Brandes, fann drenginn látinn í rúmi sínum. Tvíburabróðir hans Oliver var að leika sér í skjátölvunni sinni rétt hjá.

JR viðurkennir að hann hafi farið í vinnuna snemma um morguninn án þess að athuga með syni sína fyrst. Hann hafði þegar farið á nokkra fundi áður en Jessica hringdi í hann og sagði honum hvað hafði skeð.

Jessica skrifaði sjálf á LinkedIn: „Ef ég hef lært eitthvað, þá er það að lífið er brothætt og tíminn getur verið svo skelfilega stuttur.“

„Fyrir átta árum síðan eignaðist ég tvíbura og stofnaði fyrirtæki í sama mánuði. Fyrir um þremur mánuðum síðan var fyrirtækið keypt og fyrir þremur vikum síðan dó einn sonur minn,“ skrifar JR.

Hann segist hafa farið af heimili fjölskyldunnar um fimm um morguninn daginn sem Wiley dó. Þegar hann fékk símtalið frá eiginkonu sinni að sonur hans væri látinn, þá var hann á símafundi með tólf manns.

„Nokkrum mínútum áður [en ég fékk símtalið] var ég nýbúin að viðurkenna við hópinn að ég hef ekki tekið mér lengra frí en viku í senn síðustu átta árin,“ skrifar JR.

„Ég og eiginkona mín eru með reglu að ef eitt okkar hringir, þá svarar hin manneskjan. Þannig þegar síminn hringdi þá stóð ég upp og gekk úr fundaherberginu. Ég var enn þá að ganga í gegnum hurðina þegar ég svaraði. Hún sagði: „JR, Wiley er dáinn.“ Ég spurði: „Ha?“ Hún endurtók sig. Ég öskraði þá „Ha?! Nei. NEI!“ Hún sagðist þurfa að hringja á neyðarlínuna. Það liðu erfiðir 2,5 klukkutímar þangað til ég fékk að sjá strákinn minn […] Ég lagðist hliðin á honum í rúmið sem hann elskaði, hélt í höndina á honum og endurtók: „Hvað gerðist vinur minn, hvað gerðist?“ Við vorum með honum í kannski 30 mínútur og ég strauk hár hans áður en það var farið með hann,“ skrifar JR.

„Margir hafa spurt hvað þeir geta gert til að hjálpa. Faðmið börnin ykkar. Ekki vinna of lengi. Margt af því sem þið eyðið tíma ykkar í er ekki þess virði, þú átt eftir að sjá eftir því þegar þú hefur ekki lengur tíma. Ég giska að þú ferð reglulega á fundi með fólki sem þú vinnur með. En tekurðu frá tíma fyrir fundi með börnunum þínum? Ef það er einhver lærdómur að taka frá þessu, er að minna aðra (og mig sjálfan) að missa ekki af því sem skiptir máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fitness fyrirsæta háð því að stækka lærvöðva sína: „Ég tek stera og er djúprödduð“

Fitness fyrirsæta háð því að stækka lærvöðva sína: „Ég tek stera og er djúprödduð“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Blómey Ósk lét drauminn rætast: Ár á milli mynda – Svona fór hún að þessu

Blómey Ósk lét drauminn rætast: Ár á milli mynda – Svona fór hún að þessu
Bleikt
Fyrir 5 dögum

People hefur valið kynþokkafyllsta karlmann heims 2019

People hefur valið kynþokkafyllsta karlmann heims 2019
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ljóstrar upp leyndarmáli í Buckingham-höll – Drottningin notar áfengi á undarlegan hátt

Ljóstrar upp leyndarmáli í Buckingham-höll – Drottningin notar áfengi á undarlegan hátt
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Þú ætlar svo sannarlega að endurstilla ástalífið þitt

Stjörnuspá vikunnar: Þú ætlar svo sannarlega að endurstilla ástalífið þitt
Bleikt
Fyrir 1 viku

Leynikærustu Whitney Houston fannst sárt að sjá Whitney gifta sig – „Tilfinningarnar voru yfirþyrmandi“

Leynikærustu Whitney Houston fannst sárt að sjá Whitney gifta sig – „Tilfinningarnar voru yfirþyrmandi“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Er þetta versta pikköpp lína í heimi? – „Hey, varstu búin að heyra um afa minn?“

Er þetta versta pikköpp lína í heimi? – „Hey, varstu búin að heyra um afa minn?“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ellen sýnir atriðin sem voru of „æsandi“ fyrir sjónvarp

Ellen sýnir atriðin sem voru of „æsandi“ fyrir sjónvarp

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.