fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025

Fimm ástæður stöðugrar þreytu

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 15. september 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll þekkjum við það að finna fyrir þreytu í byrjun vinnuvikunnar og stundum tekur það ótal klukkutíma að koma sér af stað, jafnvel þó að maður hafi sofið sína átta tíma. Það er fleira en lítill svefn sem getur haft áhrif á það hvort fólk er þreytt. Vefritið Medical Daily tók saman lista yfir fimm algeng atriði sem gætu verið að plaga fólk ef það finnur stöðugt fyrir þreytu

Þú þjáist af kæfisvefni

Dagsyfja, þreyta og einbeitingarskortur í vöku geta bent til kæfisvefns sem er algengur kvilli, einkum hjá fullorðnum körlum í ofþyngd. Talið er að sex af hverjum hundrað körlum fái sjúkdóminn en tvær af hverjum hundrað konum. Einkenni kæfisvefns eru öndunartruflanir í svefni og er algengast að truflanirnar komi fram sem öndunarhlé sem varir í nokkrar sekúndur í senn. Til að fá úr því skorið hvort þú þjáist af kæfisvefni er nauðsynlegt að fara í rannsókn þar sem fylgst er með öndun og súrefnismettun.

Þú þjáist af blóðleysi

Þreyta á daginn, jafnvel þótt þú sofir og hvílist ágætlega, gæti bent til blóðleysis. Á vef doktor.is kemur fram að blóðleysi feli í sér skort á rauðum blóðkornum, en þau vinna til dæmis súrefni í lungunum og skila því til frumna líkamans. Blóðleysi getur haft í för með sér að blóðið á erfiðara með að flytja súrefni um líkamann sem aftur gerir það að verkum að frumurnar sem færa okkur orkuna til daglegra athafna fá ekki nóg súrefni.

Skjaldkirtillinn starfar ekki eðlilega

Skjaldkirtillinn gefur frá sér hormónið þýroxín sem stjórnar efnaskiptum líkamans. Ef röskun verður á framleiðslu þessa mikilvæga hormóns minnkar það grunnefnaskipti líkamans. Líkami okkar er þannig úr garði gerður að hann bregst við með því að spara orku sem aftur veldur þreytu. Steinefni og snefilefni eins og magnesíum, mangan, selen og joð geta haft áhrif á framleiðslu skjaldkirtilsins á þýroxíni. Ef við fáum of lítið af þessum efnum á skjaldkirtilinn erfiðara með að framleiða þýroxín.

Þú ert með hjartabilun

Hjartað sér um að blóð flæði óhindrað um blóðrásarkerfi líkamans. Eitt af einkennum hjartabilunar er þreyta og skerðing á þreki því ef röskun verður á þessu mikilvæga starfi hjartans dælir það ekki blóðinu um líkamann á eins skilvirkan hátt og það á að gera. Hjartabilun getur komið fram í kjölfar kransæðastíflu eða hjartaáfalls. Nánar má lesa um einkenni hjartabilunar á vefnum hjartalíf.is.

Þú ert komin á breytingaskeið

Þreyta er eitt af einkennum kvenna á breytingaskeiði en það skal þó tekið fram að einkennin geta verið mjög einstaklingsbundin. Á breytingaskeiði geta orðið breytingar á grunnefnaskiptum líkamans og er vanvirkum skjaldkirtli þá um að kenna. Eins og fjallað er um hér að framan framleiðir vanvirkur skjaldkirtill of lítið af þýroxíni sem aftur leiðir til þreytu. Í umfjöllun Medical Daily kemur fram að breytingar á hormónum geti einnig spilað inn í, til dæmis breytingar á estrógeni og progesteróni í líkamanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Varahéraðssaksóknari handtekinn fyrir utan skemmtistað í ágúst og gisti í fangageymslu

Varahéraðssaksóknari handtekinn fyrir utan skemmtistað í ágúst og gisti í fangageymslu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.