fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025

Heiðrún sýnir hvernig Instagram og raunveruleikinn eru tvennt gjörólíkt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 6. ágúst 2019 11:45

Heiðrún Finnsdóttir er með mikilvæg skilaboð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Finnsdóttir er tveggja barna móðir og CrossFittari. Hún bæði stundar CrossFit af kappi og þjálfar aðra. Hún heldur úti vinsælli Instagram-síðu þar sem hún deilir ýmislegu tengdu hreyfingu, mataræði og líkamsímynd.

Í nýjustu færslu Heiðrúnar er hún með mikilvæg skilaboð um Instagram vs. raunveruleikann. Hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta færsluna.

Uppstillta myndin. Mynd: Instagram/@heidrunfinnsdottir

Heiðrún segir að það sé mikilvægt að fólk hætti að bera sig saman við myndir á Instagram. Myndirnar eru uppstilltar og getur manneskjan sem setur myndina inn stjórnað því alfarið hvernig hún lítur út.

Óuppstillt mynd. Mynd: Instagram/@heidrunfinnsdottir

„Stopp. Hættu að bera þig saman við uppstilltar myndir á Instagram,“ segir Heiðrún.

„Ég ræð hvernig þú sérð mig á Instagram. Ég get valið uppstilltar myndir, myndir sem sýna mínar bestu hliðar. Myndir sem líta bara ekkert út eins og ég. Glætan að ég standi svona í sundi, ekki séns!“ Segir hún og vísar í uppstilltu myndina.

„Það er mun líklegra að þið sjáið mig óuppstillta með bros á vör að leika við krakkana mína. Og pældu aðeins í því hvort þú hafir yfir höfuð einhvern tímann séð einhvern svona svakalega uppstilltan á almannafæri. Það væri frekar vandræðalegt,“ segir hún og hlær.

https://www.instagram.com/p/B0yAqLAAu0x/

Heiðrún hefur ekki alltaf haft svona mikinn áhuga á hreyfingu og heilbrigðu mataræði. Eftir að hafa prufað alla megrunarkúra og töfralausnir sem völ er á fann Heiðrún sig í PoleFitness og seinna meir CrossFit. Hún segist vilja hjálpa öðrum sem eru í sömu stöðu og hún var. Heiðrún fór yfir sögu sína og litlu sigrana í einlægu viðtali við DV í mars síðastliðnum.

Sjá einnig: Heiðrún prófaði alla megrunarkúra sem völ var á: „Ég gafst upp“ – Fann sig í CrossFit

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.