fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025

Heiðrún sýnir hvernig Instagram og raunveruleikinn eru tvennt gjörólíkt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 6. ágúst 2019 11:45

Heiðrún Finnsdóttir er með mikilvæg skilaboð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Finnsdóttir er tveggja barna móðir og CrossFittari. Hún bæði stundar CrossFit af kappi og þjálfar aðra. Hún heldur úti vinsælli Instagram-síðu þar sem hún deilir ýmislegu tengdu hreyfingu, mataræði og líkamsímynd.

Í nýjustu færslu Heiðrúnar er hún með mikilvæg skilaboð um Instagram vs. raunveruleikann. Hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta færsluna.

Uppstillta myndin. Mynd: Instagram/@heidrunfinnsdottir

Heiðrún segir að það sé mikilvægt að fólk hætti að bera sig saman við myndir á Instagram. Myndirnar eru uppstilltar og getur manneskjan sem setur myndina inn stjórnað því alfarið hvernig hún lítur út.

Óuppstillt mynd. Mynd: Instagram/@heidrunfinnsdottir

„Stopp. Hættu að bera þig saman við uppstilltar myndir á Instagram,“ segir Heiðrún.

„Ég ræð hvernig þú sérð mig á Instagram. Ég get valið uppstilltar myndir, myndir sem sýna mínar bestu hliðar. Myndir sem líta bara ekkert út eins og ég. Glætan að ég standi svona í sundi, ekki séns!“ Segir hún og vísar í uppstilltu myndina.

„Það er mun líklegra að þið sjáið mig óuppstillta með bros á vör að leika við krakkana mína. Og pældu aðeins í því hvort þú hafir yfir höfuð einhvern tímann séð einhvern svona svakalega uppstilltan á almannafæri. Það væri frekar vandræðalegt,“ segir hún og hlær.

https://www.instagram.com/p/B0yAqLAAu0x/

Heiðrún hefur ekki alltaf haft svona mikinn áhuga á hreyfingu og heilbrigðu mataræði. Eftir að hafa prufað alla megrunarkúra og töfralausnir sem völ er á fann Heiðrún sig í PoleFitness og seinna meir CrossFit. Hún segist vilja hjálpa öðrum sem eru í sömu stöðu og hún var. Heiðrún fór yfir sögu sína og litlu sigrana í einlægu viðtali við DV í mars síðastliðnum.

Sjá einnig: Heiðrún prófaði alla megrunarkúra sem völ var á: „Ég gafst upp“ – Fann sig í CrossFit

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Barcelona tekið af lífi í spænskum miðlum og Yamal sagður ósýnilegur

Barcelona tekið af lífi í spænskum miðlum og Yamal sagður ósýnilegur
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Með furðulega kenningu um slæmt gengi Liverpool

Með furðulega kenningu um slæmt gengi Liverpool
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Nágranna frá helvíti gert að flytja úr íbúð foreldra sinna – Tjón hleypur á milljónum króna

Nágranna frá helvíti gert að flytja úr íbúð foreldra sinna – Tjón hleypur á milljónum króna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.