fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Hrafn er BDSM-hneigður: „Það er alveg fjör í þessum partíum en þetta eru þó ekki einhverskonar klikkaðar orgíur“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 09:19

Samsett mynd . Skjáskot/Vísir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólhrafn, eða Hrafn eins og hann er kallaður, er 24 ára transmaður. Frá unga aldri vissi Hrafn að BDSM væri eitthvað sem heillaði hann. Hann tekur virkan þátt í BDSM senunni á Íslandi og segir frá þessu í viðtali við Makamál á Vísi.

Hrafn gekk í BDSM félagið sumarið 2016. Hann segir að BDSM félagið sé „fyrst og fremst fræðslufélag, við stöndum fyrir námskeiðum og fyrirlestrum, bæði fyrir meðlimi félagsins og aðra.“ Hrafn nefnir námskeiðið BDSM 101, þar sem farið er yfir allt það sem byrjendur þurfa að vita áður en lengra er haldið.

Hrafn segir honum finnist kynfræðsla ættti að byrja fyrr. „Fólk [þarf] að gera sér grein fyrir því að krakkar eru forvitnir og því er betra að fræða þau fyrr. Að segja hvað er viðeigandi og hvað ekki, segja að það sé í lagi og að það sé ekkert að þeim,“ segir Hrafn.

Leikpartí á sunnudögum

Hrafn vekur athygli á að fólk ruglar oft BDSM félaginu og fólkinu í senunni saman og minnist á leikpartíin.

„[Leikpartíin] eru ekki á vegum félagsins heldur fólks í senunni, þau eru alltaf einu sinni í mánuði og haldin á sunnudegi. Það kostar 4000 krónur ef þú ert ekki búin að skrá þig á gestalistann, annars er það 2000 krónur. Það er alveg fjör í þessum partíum en þetta eru þó ekki einhverskonar klikkaðar orgíur. Mest er verið að binda á allskonar vegu, flengja, spjalla saman og bara hafa gaman. Áfengi er ekki bannað en ef þú ert fullur þá er bannað að taka þátt í leikjum. Það eru síðan Dýflyssustjórnendur sem sjá til þess að fólk sé að fylgja settum reglum,“ segir Hrafn við Makamál.

Opnu sambandi

Eins og fyrr segir vissi Hrafn frá unga aldri að BDSM væri eitthvað sem heillaði hann og segist hann sjá tengingu á milli hegðunar sinnar sem barns og BDSM hneigðar sinnar í dag.

„Það eru vissir hlutir sem ég gerði eða fannst gaman að gera [í barnæsku] sem er alveg hægt að tengja við BDSM. Til dæmis fannst mér gaman að vera haldið niðri, örugglega tilfinningin um að vera varnarlaus?“

Hrafn á kærasta og eru þeir í opnu sambandi. „Kynhneigðin mín er svolítil flækja og ég í rauninni hef ekkert eitt orð fyrir hana. En ef ég er hrifinn af einhverjum þá kemur BDSM fyrst, það er á topp fimm listanum yfir það sem ég þarf í sambandi.“

Hægt er að lesa viðtalið við Hrafn í heild sinni á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.