fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Rannsókn: Karlar ættu að sjá um heimilisþrifin – Getur skaðað heilsu kvenna að sjá um þau

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 6. mars 2019 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstaða rannsóknar sem birt var á síðasta ári hefur vægast sagt athyglisverðar niðurstöður en samkvæmt henni þá ættu karlar að sjá um heimilisþrifin. Hversvegna? Jú, því það getur verið skaðlegt heilsu kvenna að sjá um þau. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við háskólann í Björgvin í Noregi sýndu að það getur haft slæm áhrif á lungu kvenna að sjá um regluleg þrif á heimilinu. Það eru þrifaefnin sem valda þessu. 

Niðurstöður rannsóknarinnar Voru  birtar í vísindaritinu American Journal of Respiratory and Critical Care Medicine.

Hjá norska ríkisútvarpið (NRK) kom fram að vísindamennirnir líki áhrifunum á konurnar við að þær reyki 10 til 20 sígarettur á dag. Það þarf þó að hafa í huga að afleiðingar reykinga og þess að nota þrifaefnin eru mjög mismunandi þrátt fyrir að báðir þættir séu heilsuspillandi.

Í rannsókninni var fylgst með heilsufari 6.235 karla og kvenna á 20 ára tímabili. Niðurstaða rannsóknarinnar va afgerandi og mjög athyglisverð. Hún sýndi að notkun hreingerningarefna getur haft neikvæð áhrif á lungu kvenna. Það nægir að nota slík efni einu sinni í viku til að lungun hljóti skaða af. Það er auðvitað rétt að hafa í huga að þessi neikvæðu áhrif eiga sér ekki einungis stað við heimilisþrif því það sama gildir auðvitað um konur sem starfa við þrif.

Vísindamennirnir sögðu að hreingerningarefnin hafi ekki svona neikvæð áhrif á lungu karla. Hugsanlegt er að lungu kvenna séu móttækilegri fyrir hættulegum efnum í hreingerningarefnum en rannsóknin leiddi þó ekki skýrt í ljós af hverju karlar virðast þola þessi hættulegu efni betur.

Øisten Svanes, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við NRK að í öðrum tilfellum, til dæmis hvað varðar tóbaksreyk og fínt ryk frá trjávinnslu, eigi það sama við þ.e.a.s. að karlar verði ekki fyrir jafn miklum áhrifum. Hann ráðleggur fólki að nota eins lítið af hreingerningarefnum og hægt er þegar heimilin eru þrifin. Ef það er hægt að koma því við ráðleggur hann fólki að nota aðeins vatn og tuskur.

Það er því ekkert annað að gera fyrir karlmenn þessa lands en að taka sér tusku og sóp í hönd og sjá um þrifin í framtíðinni, að minnsta kosti ef þeir vilja konum sínum vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.