fbpx
Mánudagur 01.desember 2025

„Hér ríkir gífurleg virðing – eitthvað sem fleiri pör mættu taka sér til fyrirmyndar“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 7. desember 2019 12:30

Alexandra og Gylfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnustjarnan Gylfi Þór Sigurðsson og eiginkona hans, athafnakonan Alexandra Helga Ívarsdóttir, hafa verið kærustupar um árabil og gengu í það heilaga í sumar. Hamingjan geislar af þeim sem aldrei fyrr og lék DV forvitni á að vita hvernig þetta fyrirmyndarpar á saman ef litið er í stjörnumerkin.

Alexandra er ljón en Gylfi er meyja. Þetta er áhugaverð pörun að mörgu leyti. Þegar ljónið og meyjan kynnast fyrst þá finnst þeim þau nefnilega eiga ekkert sameiginlegt og skilja hreinlega ekki af hverju þau laðast að hvort öðru. Þau einblína í rauninni eingöngu á gallana í byrjun. Með tímanum þróast þetta samband og verður firnasterkt þegar bætist í skilning og væntumþykju milli einstaklinganna.

Ljónið og meyjan eru nefnilega gerólík merki. Ljónið er mjög út á við, ríkjandi í samskiptum við fólk og afar heillandi. Hins vegar getur skapið oft hlaupið með ljónið í gönur. Meyjan er hins vegar ekki þekkt fyrir að snöggreiðast. Hún er róleg og yfirveguð en gleymir því aldrei ef þú svíkur hana. Meyjan er hins vegar hæfileikaríkari á fleiri sviðum en ljónið. Þannig að í þessu sambandi eru svo sannarlega árekstrar og misfellur, eins og alls staðar annars staðar, en ástin og umhyggjan er mjög ríkjandi. Hér ríkir gífurleg virðing – eitthvað sem fleiri pör mættu taka sér til fyrirmyndar.

Ljónið og meyjan geta kennt hvort öðru mikið. Ljónið sýnir meyjunni hvernig er hægt að skemmta sér konunglega og glæðir líf hennar hvatvísi sem meyjan er ekki þekkt fyrir. Að sama skapi kennir meyjan ljóninu að vera þolinmótt og beisla orkuna á réttan hátt. Þá kennir meyjan ljóninu einnig að bera virðingu fyrir þörfum og tilfinningalífi annarra.

Alexandra
Fædd: 9. ágúst 1989
Ljón
-áreiðanleg
-þolinmóð
-hagsýn
-ábyrg
-þrjósk
-á erfitt með málamiðlun

Gylfi Þór Sigurðsson
Fæddur: 8. september 1989
Meyja
-traustur
-ljúfur
-vinnuþjarkur
-hagsýnn
-feiminn
-of gagnrýninn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Telja varnarmálaráðherra Trump hafa gerst sekan um stríðsglæpi ef hann gaf fordæmalausa skipun – „Drepið alla“

Telja varnarmálaráðherra Trump hafa gerst sekan um stríðsglæpi ef hann gaf fordæmalausa skipun – „Drepið alla“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Umfangsmikið verkefni KSÍ

Umfangsmikið verkefni KSÍ
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þessi fengu úthlutað listamannalaunum fyrir næsta ár

Þessi fengu úthlutað listamannalaunum fyrir næsta ár

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.