fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
Bleikt

Níu merki þess að barnið þitt hafi lifað áður

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 3. október 2019 21:30

Úr þáttunum Ghost Inside My Child.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Getur sex ára sonur þinn þýtt ræður Adólfs Hitler? Þekkir þriggja ára dóttir þín innviði Titanic eins og lófann á sér? Hefur sjö ára sonur þinn sagt þér frá því þegar hann fylgdist með þér í gegnum glugga á himnum áður en hann fæddist á jörðinni?

Eins einkennilega og það kann að hljóma, þá trúa sumir að slíkar frásagnir séu merki um að viðkomandi barn hafi lifað áður, þ.e. að um endurholdgun sé að ræða.

Trú á endurholdgun, hugmyndin að sálir fæðist mörgum sinnum inn í hinn veraldlega heim, er hluti af mörgum trúarbrögðum en hefur lítið verið rannsakað vísindalega. Sumir þeirra sem aðhyllast þessi trúarbrögð trúa jafnvel að mögulegt sé að nálgast upplýsingar um fyrri líf og bæta líf okkar í dag. Þá eru aðrir sem telja að þessi trú á fyrri líf sé hin mesta þvæla.

Í þáttaseríunni the Ghost inside my Child var rætt við átta fjölskyldur sem allar eiga það sameiginlegt að þar eru börn sem halda fram að eiga sér minningar um fyrri líf. Framleiðendurnir tóku viðtöl við 12 fjölskyldur þegar fyrsta serían var framleidd og nú á að ræða við átta fjölskyldur þar sem einn eða fleiri fjölskyldumeðlimir telja sig hafa lifað áður.

Framleiðandinn Sandra Alvarez-Smith sagði í samtali við Huffington Post að hópurinn sem rætt er við í þáttunum væri í raun of lítill til að mögulegt sé að slá því föstu að endurholdgun eigi sér stað. Þá bætti hún við að það hefði komið sér á óvart hvað börnin sem héldu þessu fram ættu margt sameiginlegt. Hún sagði börnin ættu það m.a. sameiginlegt að sýna:

Fullorðinslega hegðun:

Krakkar sem segjast hafa lifað áður eru oft þroskaðri en jafnaldrar þeirra og hegðunin líkist oft þeirra sem eldri eru

Eiga minningar úr fyrra lífi:

 

Sandra sagði að börn sem halda því fram að þau hafi lifað áður segja t.d. oft í viðtölum: „Ég var í lestinni eða ég var vanur að gera … 


Skelfileg dánarstund:

Flest börnin sem Sandra ræddi við áttu skelfilegar minningar um hræðilegan dauðdaga. Eitt barnið, Carson Culpepper, greindi mömmu sinni frá því, að það hefði verið eitt af fórnarlömbunum þegar Timothy McVeigh sprengdi Alfred P. Murrah- bygginguna í Oklahoma-borg árið 1995, ári áður en Carson fæddist.

Geta talað tungumál sem enginn hefur kennt þeim

Krakkar sem eiga að hafa lifað áður tala tungumál sem þau hafa aldrei lært í skóla, dæmi er um sex ára strák sem gat þýtt ræður Hitlers og átti hann enga þýska ættingja og hafði ekki lært þýsku í skóla.

Martraðir

 

 


Krakkar sem hafa lifað áður eiga það sameiginlegt að sögn Söndru, að fá oft martraðir.  

Hæfileikar

 
 

Krakkar sem hafa lifað áður eru oft á undan jafnöldrum sínum, eru fljót að læra og búa yfir mögnuðum hæfileikum til að tileinka sér nýja hluti á skömmum tíma.

Teikna:


 


Sandra segir að margir þessara krakka teikni dauðastundina.

Gluggi á himnum


 

Krakkar sem hafa lifað áður hafa sumir greint frá því að þeir muni eftir að hafa verið staddir á milli heima. Þá eru dæmi um að krakkarnir hafi sagt að þau hafi horft á foreldra sína í gegnum glugga á himnum.

Önnur móðir:


 

Börn sem eiga minningar um annað líf munu tala um hina mömmuna, úr hinu lífinu.

Hver er svo þín skoðun? Höfum við lifað áður?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

89 ára og var að eignast sitt fjórða barn. 65 ár á milli systkina

89 ára og var að eignast sitt fjórða barn. 65 ár á milli systkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Sofia Vergara táraðist yfir þessari áheyrnarprufu. Samdi ljóð til heiðurs látinni systur.

Sofia Vergara táraðist yfir þessari áheyrnarprufu. Samdi ljóð til heiðurs látinni systur.
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjáið hvernig Khloe Kardashian hélt upp á 36 ára afmælið sitt

Sjáið hvernig Khloe Kardashian hélt upp á 36 ára afmælið sitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ótrúleg áheyrnaprufa fyrrum Ólympíufara

Ótrúleg áheyrnaprufa fyrrum Ólympíufara
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rússneski áhrifavaldurinn búinn að missa 127 kíló og 9000 fylgjendur

Rússneski áhrifavaldurinn búinn að missa 127 kíló og 9000 fylgjendur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Drakk tvær vodkaflöskur á dag á meðan hún hugsaði um börnin sín

Drakk tvær vodkaflöskur á dag á meðan hún hugsaði um börnin sín

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.