fbpx
Mánudagur 01.desember 2025

Áhrifavaldur gagnrýndur fyrir myndbirtingu frá slysavettvangi: „Þetta er móðgun fyrir fólk sem lendir í slysum“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir þremur vikum síðan lenti kona að nafni Tiffany Mitchell í mótorhjólaslysi þegar hún var að hjóla með vinum sínum í Nashville í Bandaríkjunum.

Tiffany er áhrifavaldur á Instagram og er með 214 þúsund fylgjendur á miðlinum.

Tiffany deildi færslu á Instagram, sem nú hefur verið eytt, um slysið og deildi einnig myndum af sjálfri sér á slysavettvangi. Hún hefur verið harðlega gagnrýnd í kjölfarið og sökuð um dulda auglýsingu. Fjölmiðlar á borð við The Independent, Mirror, The Sun, Buzzfeed og Daily Mail hafa fjallað um málið.

Fjöldi fólks óskaði henni góðs bata meðan aðrir sögðu hana sveipa töfraljóma yfir slysið til að fá fólk til að líka við myndina.

„Huh. Þú lentir í alvarlegu bílslysi en fólk var þarna til að taka *sláandi* myndir? Þetta er móðgun fyrir fólk sem lendir í slysum. Hættu að sveipa töfraljóma yfir slys,“ skrifaði einn netverji.

Hér má sjá vatnsflöskuna sem hún er sökuð um að auglýsa.

„Hver TEKUR EKKI myndir í miðju mótorhjólaslysi? #smartwater #life. Hvernig er fólk að skrifa við þessa mynd eins og þetta sé eðlilegt? Mér líður eins og Elaine Benes er að öskra á alla fyrir að borða Snickers með gaffli. HVAÐ ER AÐ YKKUR ÖLLUM? HAFIÐ ÞIÐ MISST VITIÐ?“ Skrifaði annar.

Tiffany hefur svarað gagnrýninni og ver ákvörðun sína að deila myndunum. Hún minnir fylgjendur sínar á að hún hefur alltaf deilt „raunverulegum lífsögum“ með þeim og er ekki hrædd við að ræða alvarleg og erfið málefni.

https://www.instagram.com/p/B1Z1M3ygEH4/

„Ég hef verið sökuð um að sviðsetja slysið til að fá athygli, eða nota það til að auglýsa vörur með vatnsfyrirtæki, og einnig sökuð um aðra hluti sem ég skil ekki,“ skrifar Tiffany og vísar í vatnsflöskuna frá Smart Water sem sést mjög vel á einni myndinni.

Tiffany segir að vinur hennar sem er atvinnuljósmyndari hafi verið á svæðinu og tekið myndirnar án þess að hún vissi af því. „Þegar ég komst að því að hann hafi tekið myndirnar þá hreyfði það við mér,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.