fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025

Vill að 14 ára dóttir sín fari í fegrunaraðgerð: „Ljótt fólk hefur enga möguleika“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 7. ágúst 2019 09:19

Carla og Tanisha.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja barna móðir, sem var um tíma hataðasta kona Bretlands, vill að dóttir sín leggist undir hnífinn til að laga útlit sitt.

Carla Bellucci, 27 ára, varð hataðasta kona Bretlands eftir að hún viðurkenndi að hafa „reynt við“ lækna og þóst glíma við andleg veikindi til að láta ríkið greiða fyrir nefaðgerð. The Sun greinir frá.

Carla segir að nú sé hún að leggja pening til hliðar fyrir dóttur sína, svo hún geti farið í fegrunaraðgerð til að „verða fræg.“ Dóttir Cörlu, Tanisha, er aðeins fjórtán ára gömul.

Carla var hataðasta kona Bretlands eftir að hún laug að læknum til að fá breska ríkið til að greiða nefaðgerð.

Carla segir að hún sé að „gera ekkert rangt“ og hvetur einnig Tanishu til að láta laga í sér tennurnar og fara í brjóstastækkun. Hún væri einnig til í að Tanisha myndi fara í Brazilian Butt Lift, en sú aðgerð er afar áhættusöm. Talið er að einn af hverjum 3000 deyja af völdum hennar.

„Tanisha er ekki mjög akademísk, þannig mér er eiginlega alveg sama um menntun hennar, annað með syni mína,“ segir Carla. Hún á líka tvo stráka, Jermaine, 16 ára, og Jayden, 12 ára.

Carla vill að dóttir sín verði „fullkomin.“

„Hún þarf að treysta á útlit sitt til að komast eitthvað áfram í lífinu þannig hún þarf að vera fullkomin. Ljótt fólk kemst ekkert áfram þessa dagana,“ segir Carla.

„Í augnablikinu elskar hún útlit Kardashian systra. Stór rass, stór brjóst og þrýstnar varir. Hún ætlar að fara í varafyllingu þegar hún er 16 ára, sem ég styð hundrað prósent. Ef hún vill ná árangri sem áhrifavaldur og raunveruleikastjarna þá þarf hún að líta út á ákveðinn hátt, og fegrunaraðgerðir eru augljósi kosturinn. Hún er myndarleg, en aðgerðir munu gera hana sætari.“

Tanisha er aðeins fjórtán ára gömul.

Carla telur að rass dóttur sinnar sé eina svæðið sem „þarfnast bætingar“ því hann er „mjög flatur“ og gæti hindrað hana að vinna við draumastarf sitt.

Þrátt fyrir að vita af hættum Brazilian Butt Lift, þá segir hún að „það eina sem skipti máli er að líta vel út.“

Mæðgurnar eru búnar að safna 220 þúsund krónum. Carla leggur 15 þúsund krónur á sparireikning þeirra í hverjum mánuði og Tanisha leggur inn pening sem hún fær í afmælis- og jólagjöf.

Carla eyðir um 30 þúsund krónum á mánuði í útlit dóttur sinnar, meðal annars í hárlengingar, gervineglur og augabrúnir.

Samkvæmt Cörlu mun Tanisha fara í varafyllingar þegar hún verður 16 ára og líklegast fara líka í bótox á svipuðum tíma. Svo mun hún fara í brjóstastækkun þegar hún verður 18 ára.

Eins og fyrr segir þá var Carla um tíma hataðasta kona Bretlands, fyrir að ljúga að læknum til að fá ríkið til að greiða fyrir sig fegrunaraðgerð á nefi. Hún ætlar að reyna að fá ríkið til að greiða eitthvað í aðgerðum dóttur sinnar.

Mæðgurnar.

Tanisha segist trúa því að móðir hennar sé ekki að gera neitt rangt. Hún segist vilja vera „alveg eins og mamma“  og dreymir um að verða fræg svo hún geti tekið þátt í raunveruleikaþættinum Love Island.

„Ég veit hvað ég vill og ég mun finna bestu leiðina til að gera það. Að leggjast undir hnífinn veldur mér engum áhyggjum. Mamma hefur gert það og hún er í góðu lagi,“ segir Tanisha.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður