fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Gerði tvær breytingar og léttist um 60 kíló – Sjáðu muninn

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 11. júní 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér líður frábærlega. Ég ferðast reglulega og nýt hvers einasta dags,“ segir Ethan Spiezer, 35 ára Bandaríkjamaður, sem gerði tvær grundvallarbreytingar á lífi sínu ekki alls fyrir löngu.

Ethan segir sögu sína í samtali við Men‘s Health-tímaritið en honum tókst að léttast um tæp 60 kíló með því að taka upp ketó-mataræðið og með því að fasta reglulega.

Ethan segir sjálfur að hann hafi vanið sig á það að borða þegar honum leið illa. Þetta vatt upp á sig og var Ethan orðinn 190 kíló þegar mest var. „Ég varð sorgmæddur þegar ég sá hversu stór ég var orðinn. Þá borðaði ég til að mér liði betur en það var skammgóður vermir. Þetta var algjör vítahringur,“ segir hann.

Ethan segir að hann hafi ákveðið að taka sig á þegar hann sá ljósmynd af sér og ungum syni sínum. „Mér var mjög brugðið. Ekki bara vegna þess hvernig ég leit út heldur hugsaði ég einnig um hvaða fordæmi ég væri að setja syni mínum,“ segir hann.

Í kjölfarið ákvað hann að taka sig á og breytti hann mataræði sínu. Hann hafði samband við vin sinn, Aaron, sem hefur ágætis þekkingu á líkamsrækt og næringarfræði. „Ég spurði hann út í ketó-mataræðið og hann mælti mjög með því.“

Ethan ákvað að prófa það og dró hann verulega úr neyslu á kolvetnum. „Til að byrja með borðaði ég 100 grömm af kolvetnum á dag í eina viku, þá næstu fór ég niður í 50 grömm og þremur vikum eftir að ég byrjaði var ég kominn niður í 20 grömm.“

Þá passaði hann sig á að borða ekki meira en tvö þúsund hitaeiningar á dag en hafa ber í huga að fyrstu sex mánuðina stundaði Ethan nær engar æfingar. Fókusinn var eingöngu á mataræðið. Auk þess að breyta því tók hann upp á að fasta. Hann borðaði ekkert frá klukkan átta á kvöldin til hádegis daginn eftir. Hann viðurkennir fúslega að það hafi verið dálítið krefjandi, eða að minnsta kosti litið út fyrir að vera það til að byrja með.

„Ég var örlítið smeykur við þetta en í raun og veru var ég bara að sleppa morgunmatnum og snarlinu á kvöldin,“ segir hann. Að fimm mánuðum liðnum var hann búinn að léttast um 45 kíló.

Eftir fyrstu sex mánuðina fór hann að stunda reglulega hreyfingu og borða eina stóra máltíð á dag. Það er eflaust ekki fyrir alla en Ethan segir það hafi virkað vel fyrir hann. „Ég get þá einbeitt mér eingöngu að þessari einu máltíð og borðað í raun það sem mig langar í. Hvort sem það er humar með hollandaise-sósu, ostur, beikon, egg eða salat.“

Nú þegar tíu mánuðir eru liðnir síðan hann hóf þessa lífstílsbreytingu eru 60 kíló farin. Það er töluverð breyting frá því sem var en Ethan var með allt of háan blóðþrýsting og var á barmi þess að fá áunna sykursýki. „Ég get núna farið í langa göngutúra með konunni minni, leikið við syni mína og ég smellpassa í sætin þegar ég ferðast með flugi. Um fram allt vakna ég fullur af orku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.