fbpx
Mánudagur 01.desember 2025

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur fyrir að gefa syni mínum brjóst“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 18. febrúar 2019 16:30

Yakaly tekur ásakanirnar nærri sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yakaly Di Roma, 31 árs gömul kona frá Wales sem vinnur sem ljósmyndari, hefur verið kölluð barnaníðingur fyrir að birta myndir af sér gefa barni sínu brjóst. Þá hafa netþursar einnig sakað hana um að framleiða barnaklám.

Falleg stund.

Yakaly hefur orðið fyrir svo miklu áreiti að hún ákvað að hætta að gefa syni sínum Hans, fjögurra ára, brjóst á almannafæri, en gefur nýfæddum dreng sínum, River enn brjóst samkvæmt frétt Metro.

Yakaly ætlar samt ekki að hætta að birta myndir af sér að gefa börnum sínum brjóst, þrátt fyrir fyrrnefndar ásakanir, sem hún tekur nærri sér stundum. Hún vonar að myndirnar sýni að brjóstagjöf sé sjálfsagður hlutur.

Tveir hlutir í einu.

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur fyrir að gefa syni mínum brjóst. Þá hefur mér einnig verið sagt að ég framleiði barnaklám því það að gefa barni sem er jafngamalt og sonur minn brjóst sé „ógeðslegt“ og „truflandi“,“ segir Yakaly. „Flestir eru almennilegir en sumum finnst þetta óþægilegt og það verða alltaf einhverjir sem segja illkvittna hluti. Sem betur fer er flest fólk gott við okkur og sér brjóstagjöf sem náttúrulegan hlut, sem hún er,“ bætir hún við.

Ljósmyndarinn segir brjóstagjöf vissulega hafa tekið sinn toll en að fórnin sé vel þess virði, þar sem þetta séu einstakar stundir á milli móður og barns.

Dýrmætar stundir.

„Fyrir mér er brjóstagjöf mjög sérstök. Hún hefur myndað órjúfanleg tengsl sem ég deili með börnunum mínum. Hans er einhverfur og þetta er það eina sem huggar hann og fyllir hann öryggistilfinningu,“ segir hún. „Þetta er það náttúrulegasta í heiminum og ætti að vera eðlilegt. Það ætti jafnvel að fagna brjóstagjöf,“ bætir hún við.

Yakaly er dugleg að birta myndir af sér að gefa brjóst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægriöfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægriöfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus
Pressan
Í gær

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Fréttir
Í gær

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“