fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025

Kristbjörg Eva komst að leyndarmáli kattarins: „Við komum að honum fyrir utan húsið og þar sat hann stoltur af sínu“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristbjörg Eva Andersen Ramos rak upp stór augu í gær þegar hún leit út um gluggann heima hjá sér og ætlaði að kalla á kisuna sína hann Castro.

„Ég var að pæla í því hvar hann væri því það var að koma matartími hjá þeim. Vanalega er nóg að kalla í hann út um gluggann þannig að ég leit út og skimaði eftir honum. Það fyrsta sem ég sé er að hann er að bera svakalegt kjötstykki,“ segir Kristbjörg í samtali við blaðakonu.

Kötturinn Castro er eins og hálfs árs gamall og hafði hann gert sér lítið fyrir og rænt sér stórum hrygg sem hann bar sjálfur með naumindum.

„Örlög kjötsins voru þau að það fót beint í ruslið. Ég og kærasti minn komum að honum fyrir utan húsið og þar sat hann stoltur af sínu. Við tókum kjötið i burtu því það var augljóslega ekki í lagi. Við erum ekki viss hvort einhver sakni kjötsins en ef svo er þá er ég alveg tilbúin til þess að bæta það upp. Við vitum ekkert hvar hann fann þetta. Hann fékk auðvitað smá glaðning eftir þetta allt saman því þetta var ekkert smáræði.“

Myndband sem Kristbjörg náði af Castro bera feng sinn má sjá hér fyrir neðan:

https://www.facebook.com/KristbjorgevaA/videos/10212626991180404/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig