fbpx
Sunnudagur 30.nóvember 2025

America’s Next Top Model-keppandi látinn eftir stutta baráttu við brjóstakrabbamein

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 08:30

Jael lifði erfiðu lífi sem nú er lokið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Jael Strauss lést í gær, þriðjudaginn 4. desember, eftir stutta baráttu við brjóstakrabbamein. Jael, sem er hvað þekktust fyrir að keppa í raunveruleikaþættinum America’s Next Top Model, var 34 ára gömul.

Jael var greind með brjóstakrabbamein á lokastigi fyrir aðeins tveimur mánuðum síðan. Hún lést á sjúkrahúsi, þar sem hún hafði dvalið síðan á þakkargjörðarhátíðinni. Hún tilkynnti það sjálf á Facebook-síðu sinni.

„Svo margt sem ég vissi ekki um þetta líf. Eða dauðann. Svo margt,“ skrifaði hún.

Jael var keppandi í áttundu seríu af America’s Next Top Model en stuttu eftir þátttöku féll hún í klær fíkninnar. Árið 2012 opnaði hún sig í þætti Dr. Phil um fíkn sína í crystal meth og hreyfði við áhorfendum. Ári síðar náði hún að losa sig undan eiturlyfjabölinu og fagnaði fimm ára edrúafmæli í ágúst síðastliðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægriöfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægriöfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus
Pressan
Í gær

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Fréttir
Í gær

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.