Þú stendur frammi fyrir ákvörðun sem þú ættir ekki að draga á langinn. Leystu sjálfan þig úr ánauð hins þekkta og gakktu inn í hið óþekkta ef sjálfið segir svo. Hér birtast vegamót sem þú ert um það bil að ganga í gegnum og ættir að ákveða hvora leiðina þú kýst að velja.
Valið er eflaust erfitt fyrir þig þessa stundina. Eftir að þú hefur ákveðið þig er ekki aftur snúið því líf þitt mun taka miklum stakkaskiptum.
Ekki skapa lausnir á vandamálum og skapa með því ný vandamál. Ígrundaðu val þitt hverja stund og hugaðu að því hvort þetta val, sem þú stendur frammi fyrir, leiði til lífsfyllingar og hamingju fyrir þig.