Talan sjö tengist metnaði þínum og ekki síst áræðni og ákafa. Eiginleikar þínir til að kljást við erfiðleika eru öfundsverðir því þú býrð yfir kjarki og ástríðu sem flytja nánast fjöll.
Próf einhverskonar bíður þín. Hvort sem um atvinnuviðtal eða ökupróf er að ræða munt þú nýta kosti þína þér til framfara.
Þér er ráðlagt að standa föstum fótum í eigin vitund í vísdómi óvissunnar en þar munt þú finna frelsi til að skapa allt það sem þig vanhagar um.