Náið samband birtist. Á þessu stigi málsins er óumflýjanlega komið að þeim tímapunkti varðandi þig og tiltekna manneskju að ákveða hvert skal haldið. Þið hafið augljóslega gengið í gegnum fyrsta stig ykkar sambands og þurfið að huga að næsta skrefi.
Stafirnir tveir á spili þessu tákna stöðu ykkar og markmiðum sem tengjast óumflýjanlega ákvörðun þinni varðandi framtíð ykkar. Skilgreindu drauma þína, áætlanir og tilgang þinn í lífinu áður en þú ákveður hvað skal verða.
Framtíðin sýnir stöðuhækkun og batnandi aðstæður en einnig er augljóst samhengi milli líðan þinnar sem tengist sjálfstrausti þínu og velgengni framtíðar.
Þér er ráðlagt að efast hvorki um framhaldið né frama þinn sem er um það bil að breytast til batnaðar.