Þegar við erum fullviss um að við erum ljós sannleika og fegurðar, eftirsóknarverð og ágæt, afhjúpum við okkur með ánægju fremur en skelfingu og hið persónulega samband getur þá dýpkað æ meir uns dásamleg eining næst og á það við svo sannarlega því trúlofun, gifting eða vinátta sem skilgreinist órjúfanleg eru einkunnarorðin hér.
Sérstök manneskja á stóran þátt í daglegu lífi þínu þar sem traust, heiðarleiki og gagnkvæm virðing ríkir. Þú hrífst af viðkomandi og treystir fyrir þínum dýpstu óskum og leyndarmálum. Hér ríkir mjög gott jafnvægi í sambandinu.
Oft á tíðum kemur spilið upp þegar endir er á ósáttum eða rifrildi einhverskonar og fyrirgefning í hávegum höfð.