Hér birtist hópur fólks sem tengist þér á einhvern hátt. Líðan þín tengist þeirri vellíðan sem tengist samverustundum þínum meðal fólksins sem um ræðir. Þú nýtur þín vel og á yfirborðinu virðast allir ánægðir og í góðu jafnvægi.
Tölunni tíu fylgir ábending sem segir til um að einhver innan fjölskyldu þinnar eða vinahóps sé ekki eins ánægður og vera skyldi.
Hér er einungis ábending til þín um að þú eigir að huga betur að fólkinu þínu. Aðstæður eru góðar en oft á tíðum mætti betur fara þegar líðan einstaklingsins er annars vegar.