fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Leikmenn Real Madrid hafa enn tröllatrú

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Real Madrid hafa ekki misst trúna þó liðið sé 3-0 undir gegn Arsenal eftir fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Arsenal kaffærði Evrópumeistarana í London í gær en liðin mætast eftir slétta viku í Madríd. Real Madrid er með svarta beltið í Meistaradeildinni og ljóst að þeir gefast ekki upp.

„Ef eitthvað lið getur snúið þessu við er það Real Madrid. Stuðningsmennirnir verða með okkur,“ sagði Lucas Vasquez til að mynda eftir leik og tók Raul Asencio í sama streng.

„Þetta er ekki búið. Við erum þegar að hugsa um leikinn á Bernabeu,“ sagði hann.

Kylian Mbappe hefur einnig trú. „Við getum auðvitað komið til baka. Við þurfum að hafa trú allt til endiloka.“

Jude Bellingham segir niðurstöðuna hafa geta orðið mun svartari fyrir Real Madrid en raun bar vitni.

„Arsenal-liðið var ótrúlega gott. Þeir hefðu getað skorað mun fleiri og við vorum heppnir að sleppa með þrjú mörk. Við þurfum að kreista fram eitthvað ótrúlegt í seinni leiknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Efstur á óskalista í Madríd í sumar

Efstur á óskalista í Madríd í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar