fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Garðabær ætlar að lækka hámarkshraða á 34 vegarköflum – Gera ráð fyrir 300 milljón króna sparnaði á ári

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 16:30

Alls er um 34 vegarkafla að ræða. Mynd/Garðabær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðabær hyggst lækka hámarkshraða á alls 34 vegarköflum í sveitarfélaginu. Er þar með fylgt fordæmi Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs sem hafa þegar lækkað hámarkshraða víða.

Á fundi bæjarráðs í dag var verkfræðiskýrsla um lækkun leyfilegs hámarkshraða kynnt og umhverfissviði falið að gera tillögur að lækkun í Garðabæ með vísan í niðurstöður skýrslunnar.

Tilgangurinn er einkum að ná fram fækkun slysa, sérstaklega á óvörðum og yngri vegfarendum. Það sé mat ráðgjafa að ávinningurinn sem felst í auknu umferðaröryggi sé mikilvægari en sú staðreynd að aksturstími geti aukist.

Sjá einnig:

Fylgja fordæmi Reykjavíkur og lækka hraða víða – Samspil merkja og hraðahindrana best

Alls er um 34 vegarkafla sem sveitarfélagið rekur, ekki Vegagerðin. Algengt er að hámarkshraði verði lækkaður úr 50 km/klst í 40, eins og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögum. En einnig er um annars konar lækkanir, svo sem úr 30 km/klst í 15 og úr 70 km/klst í 50.

Í skýrslunni kemur fram að 40 slys hafi orðið á umræddum vegarköflum. Samfélagslegt tjón þeirra er metið um 620 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að hægt yrði að fækka slysum niður í 23 á sama tímabili, eða um tæplega 5 á ári. Sparnaðurinn sé 300 milljón krónur á ári.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos