fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Garðabær ætlar að lækka hámarkshraða á 34 vegarköflum – Gera ráð fyrir 300 milljón króna sparnaði á ári

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 16:30

Alls er um 34 vegarkafla að ræða. Mynd/Garðabær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðabær hyggst lækka hámarkshraða á alls 34 vegarköflum í sveitarfélaginu. Er þar með fylgt fordæmi Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs sem hafa þegar lækkað hámarkshraða víða.

Á fundi bæjarráðs í dag var verkfræðiskýrsla um lækkun leyfilegs hámarkshraða kynnt og umhverfissviði falið að gera tillögur að lækkun í Garðabæ með vísan í niðurstöður skýrslunnar.

Tilgangurinn er einkum að ná fram fækkun slysa, sérstaklega á óvörðum og yngri vegfarendum. Það sé mat ráðgjafa að ávinningurinn sem felst í auknu umferðaröryggi sé mikilvægari en sú staðreynd að aksturstími geti aukist.

Sjá einnig:

Fylgja fordæmi Reykjavíkur og lækka hraða víða – Samspil merkja og hraðahindrana best

Alls er um 34 vegarkafla sem sveitarfélagið rekur, ekki Vegagerðin. Algengt er að hámarkshraði verði lækkaður úr 50 km/klst í 40, eins og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögum. En einnig er um annars konar lækkanir, svo sem úr 30 km/klst í 15 og úr 70 km/klst í 50.

Í skýrslunni kemur fram að 40 slys hafi orðið á umræddum vegarköflum. Samfélagslegt tjón þeirra er metið um 620 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að hægt yrði að fækka slysum niður í 23 á sama tímabili, eða um tæplega 5 á ári. Sparnaðurinn sé 300 milljón krónur á ári.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“