fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 15:30

Borgarfjörður eystri (eða Bakkagerði). Mynd/Wikipedia/Eysteinn Guðni Guðnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi heimastjórnar Borgarfjarðar eystri í dag var rætt um nafngift þéttbýlisins á staðnum. Er það stundum kallað Borgarfjörður eystri en stundum Bakkagerði, sem er eldra heiti.

Árið 1968 var fjallað um það í Hagtíðindum, sem og í Morgunblaðinu, að heiti þorpsins hefði verið breytt úr Bakkagerði í Borgarfjörð eystri. Á sama tíma var heitum nokkurra annarra þorpa breytt, það er Tunguþorpi í Tálknafjörð, Grafarnesi í Grundarfjörð, Kirkjubólsþorpi í Stöðvarfjörð, Þverhamarsþorpi í Breiðdalsvík, Höfn í Bakkafjörð, Búðum í Fáskrúðsfjörð og Búðareyri í Reyðarfjörð.

Þessi gömlu heiti virka framandi í eyrum flestra en einhverra hluta vegna hefur heitið Bakkagerði enn þá loðað við Borgarfjörð eystri. Heimastjórnin bendir til dæmis á að í upplýsingagrunnum Landmælinga Íslands komi heitið Bakkagerði enn víða fyrir. Hafi þetta valdið því ýmist sé talað um Borgarfjörð eystri eða Bakkagerði í rituðu og töluðu máli.

Vegna þessa hefur starfsmanni heimastjórnarinnar verið falið að óska eftir umsögn Örnefnanefndar um mögulega nafnabreytingu þar sem eingöngu verði notast við heitið Borgarfjörður eystra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu