fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 15:30

Borgarfjörður eystri (eða Bakkagerði). Mynd/Wikipedia/Eysteinn Guðni Guðnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi heimastjórnar Borgarfjarðar eystri í dag var rætt um nafngift þéttbýlisins á staðnum. Er það stundum kallað Borgarfjörður eystri en stundum Bakkagerði, sem er eldra heiti.

Árið 1968 var fjallað um það í Hagtíðindum, sem og í Morgunblaðinu, að heiti þorpsins hefði verið breytt úr Bakkagerði í Borgarfjörð eystri. Á sama tíma var heitum nokkurra annarra þorpa breytt, það er Tunguþorpi í Tálknafjörð, Grafarnesi í Grundarfjörð, Kirkjubólsþorpi í Stöðvarfjörð, Þverhamarsþorpi í Breiðdalsvík, Höfn í Bakkafjörð, Búðum í Fáskrúðsfjörð og Búðareyri í Reyðarfjörð.

Þessi gömlu heiti virka framandi í eyrum flestra en einhverra hluta vegna hefur heitið Bakkagerði enn þá loðað við Borgarfjörð eystri. Heimastjórnin bendir til dæmis á að í upplýsingagrunnum Landmælinga Íslands komi heitið Bakkagerði enn víða fyrir. Hafi þetta valdið því ýmist sé talað um Borgarfjörð eystri eða Bakkagerði í rituðu og töluðu máli.

Vegna þessa hefur starfsmanni heimastjórnarinnar verið falið að óska eftir umsögn Örnefnanefndar um mögulega nafnabreytingu þar sem eingöngu verði notast við heitið Borgarfjörður eystra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf