fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Kvikuhlaup hafið á Reykjanesskaga – „Líklegt að eldgos hefjist í kjölfarið“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 07:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikuhlaup hófst á Reykjanesskaga um klukkan hálf sjö í morgun og stendur rýming yfir í Grindavík. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í fréttum RÚV klukkan 7 að dvalið sé í um 40 húsum í Grindavík og var strax farið í rýmingu.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem barst nú rétt eftir klukkan sjö kemur fram að áköf jarðskjálftahrina standi yfir í Sundhnúksgígaröðinni.

„GPS mælingar og þrýstingsmælingar í borholum sýna einnig skýrar breytingar. Þetta bendir til þess að kvikuhlaup sé hafið og líklegt sé að eldgos hefjist í kjölfarið,” segir í tilkynningunni.

Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 að kvikuhlaupið sé á sömu slóðum og áður.

Kvika er ekki komin upp á yfirborðið þegar þetta er skrifað.

Hvað er kvikuhlaup?

Á Vísindavefnum má finna grein um kvikuhlaup þar sem Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ, útskýrir þetta fyrirbæri. Þar segir meðal annars:

„Kvikuhlaup er notað fyrir það fyrirbrigði þegar veggir kvikuhólfs í jarðskorpunni bresta vegna vaxandi þrýstings í hólfinu og kvikan leitar út í sprunguna sem myndast. Kvikufyllta sprungan (kvikugangurinn) getur lengst og víkkað og tekið til sín hluta af kvikunni í hólfinu. Þrýstingur í hólfinu fellur og getur það leitt til landsigs á yfirborðinu yfir hólfinu. Ef kvikugangurinn nær til yfirborðs verður eldgos.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu