fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Fundu rúmlega 100 milljón króna þýfi í iðrum þjófsins

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 31. mars 2025 22:30

Maðurinn gleypti skartið. Mynd/Lögreglan í Orlando

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Flórída hefur endurheimt fjóra demantseyrnalokka sem stolið var frá Tiffany & Co fyrir skemmstu. Þjófurinn hafði gleypt demantana og sáust þeir með röntgenmynd.

Fréttastofan Sky News greinir frá þessu.

Þjófurinn bíræfni sagði starfsfólki skartgripaverslunarinnar, sem staðsett er í Orlando, að hann hefði áhuga á að kaupa fjóra demantseyrnalokka fyrir hönd ónefnds atvinnumanns sem léki með körfuknattleiksliðinu Orlando Magic. Verðmæti eyrnalokkanna er 770 þúsund dollarar, eða rúmlega 102 milljónir króna.

Honum var boðið inn í sérstakt bakherbergi til þess að skoða demantana en eftir skamma dvöl þar greip hann glingrið og olnbogaði sig út úr herberginu. Hann komst í bílinn sinn og náði að bruna burtu en öryggismyndavél í nálægri verslunarmiðstöð náði bílnúmerinu.

Þjófurinn keyrði um 550 kílómetra leið og var kominn í norðvesturhluta fylkisins þegar hann var stöðvaður. Hann var yfirheyrður í aftursæti lögreglubíls og sagði þá: „Ég hefði átt að kasta þeim út um gluggann. Verð ég ákærður fyrir það sem er í maganum á mér?“

Rándýrir eyrnalokkar. Lögreglan í Orlando

Farið var með þjófinn á spítala og tekin röntgen mynd og viti menn þar komu eyrnalokkarnir í ljós. Ekki leið á löngu þar til þeir „skiluðu sér“, voru þvegnir og komið aftur til Tiffany & Co. Það verður heppin dama sem fær að ganga með þessa lokka í framtíðinni. Þjófurinn var ákærður og bíður örlaga sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Katrín og Ragnar leggja saman krafta sína aftur

Katrín og Ragnar leggja saman krafta sína aftur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Heiða segir mannanafnalögin miskunnarlaus – „Ég er algjörlega ráðalaus“

Heiða segir mannanafnalögin miskunnarlaus – „Ég er algjörlega ráðalaus“
Fréttir
Í gær

Standa undir 40% ráðstöfunartekna sveitarfélagsins en fá ekki að hafa rödd – „Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar?“

Standa undir 40% ráðstöfunartekna sveitarfélagsins en fá ekki að hafa rödd – „Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést eftir að hafa orðið fyrir skoti í Árnessýslu

Lést eftir að hafa orðið fyrir skoti í Árnessýslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“