fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Furðar sig á pakkningu af íslensku sælgæti – „Þetta er náttúrulega hlægilegt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. mars 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytandi sem keypti kassa af bananabitum frá Freyju furðar sig á vörunni. Í færslu í Facebook-hópnum Vertu á verði-eftirlit með verðlagi vekur hann athygli á málinu, en það er þó ekki verðlagið eða varan sem slík sem hann furðar sig á.

 „Vil taka það fram fyrst að ég veit vel að þessi vara er alger óþarfi, en við erum nú mannleg og kaupum stundum óþarfa.

Að því sögðu langaði mig bara að vekja athygli á þessari stórfurðulegu umbúðasóun og blekkingarleik um magn. Pakkinn af þessum Bananabitum frá Freyju kostaði mig 539 kr í Bónus. Gott og vel. En eins og sjá má af myndum er innihaldið minna en helmingur af því sem stærð umbúðanna gefur til kynna.

Mynd: Facebook.

Birtir neytandinn myndir með máli sínu til stuðnings. Má þar sjá að bitarnir í plastinu fylla um ⅔ af kassanum. 

Mynd: Facebook.
Mynd: Facebook.

Það er auðvitað verið að reyna að blekkja mann, svo maður haldi að maður sé að fá meira fyrir peninginn. Það er nógu slæmt. En verra svíður þó allt þetta óþarfa plast og pappír. Eitthvað hlýtur það þó að kosta fyrir fyrirtækið að framleiða svona sóun en greinilega þess virði.

Vek athygli á síðustu myndinni, bananabitunum hrúgað í kassann án plasts. Þetta er náttúrulega hlægilegt.

Á þeirri mynd má sjá að bitarnir eru aðeins botnfylli í kassanum.

Mynd: Facebook.

Eins og sjá á myndunum er þyngd vörunnar tilgreind á umbúðunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“
Fréttir
Í gær

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð