fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Björgvin Páll ómyrkur í máli í skrifum sínum – „Mikið rosalega er ég ósammála þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. mars 2025 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handboltagoðsögnin Björgvin Páll Gústavsson kom Aroni Einari Gunnarssyni og öðrum eldri leikmönnum íslenska fótboltalandsliðsins til varnar í kjölfar gagnrýni frá Lárusi Orra Sigurðssyni.

Rætt var um dapra frammistöðu Arons í 3-1 tapinu gegn Kósóvó í gær, þar sem hann kom inn á og fékk rautt spjald. Á Stöð 2 Sport eftir leik hvatti Lárus Aron og aðra eldri leikmenn til þess að yfirgefa fótboltann, áður en fótboltinn yfirgefur þá.

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

„Mikið rosalega er ég ósammála þessu. Þarna er maður að fórna sér fyrir liðið eins lengi og þörf er á hans kröftum. Þetta snýst, allavega hjá mér, ekki um einhvern fullkominn endi. Persónulega mun èg spila fyrir landsliðið þangað til að ég er ekki valinn og tek því hlutverki sem mér er gefið.

Landsliðið á ekki að snúast um einstaklinginn og ef ég væri bara að hugsa um sjálfan mig, minn spiltíma eða mína arfleið, þá væri ég löngu hættur. Ég er nefnilega líka að þessu fyrir strákana, þjóðina, börnin mín ofl. Held að Aron, Gylfi ofl. séu á svipuðum stað,“ skrifar Björgvin um málið á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Efstur á óskalista í Madríd í sumar

Efstur á óskalista í Madríd í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar