fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Fyrrum þingkona mjög ósátt við að Arna Magnea sé ekki tilnefnd til Edduverðlauna – „Þöggunin og glerþökin færast nær“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. mars 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það að fyrsta opinberlega trans leikkonan sem hefur með stórleik sínum rutt brautina og er fyrirmynd fyrir ungt hinsegin listafólk sé ekki tilnefnd til Eddunnar er mér óskiljanlegt.“

Þetta segir Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingkona og áhugamanneskja um íslenska kvikmyndagerð, í aðsendri grein sem birtist á vef Vísis í gærkvöldi og hefur vakið þó nokkra athygli. Í grein sinni gagnrýnir Jódís það að Arna Magnea Danks sé ekki tilnefnd sem besta leikkonan á Eddunni sem haldin verður á miðvikudag.

Vísar Jódís til myndarinnar Ljósvíkingar sem vakið hefur mikla athygli, en myndin er alls tilnefnd til níu verðlauna á hátíðinni.

Hlotið mikið lof

„Í myndinni er fjallað um tvo málaflokka sem standa hjarta mínu nær en það eru verndun hins íslenska bátaarfs og málefni hinsegin fólks,“ segir Jódís en myndin segir frá því að þegar aldagömlum vinum sem fá óvænt tækifæri til að hafa fiskveitingastaðinn sinn opinn árið um kring komi annar þeirra út úr skápnum sem trans kona.

Ljósvíkingar er til dæmis tilnefnd sem kvikmynd ársins á Eddunni og þá er Björn Jörundur Friðbjörnsson tilnefndur sem leikari ársins í aðalhlutverki. Jódís bendir á að myndin hafi fengið gríðarlega góðar viðtökur í kvikmyndahúsum og í janúar hafi hún hlotið standandi lófaklapp þegar hún var sýnd á Palm Springs International Film Festival í Bandaríkjunum.

Um þær níu tilnefningar sem myndin fær segir Jódís: „Allt sjálfsagt verðskuldað. En það slær mig að sjá Örnu Magneu Danks ekki tilnefnda sem leikkonu ársins og verð að spyrja mig hverju það sætir.“

Treysti sér ekki til Bandaríkjanna

Jódís segir að Arna Magnea hafi átt stórleik í myndinni og hafi hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína.

„Eftir að myndin var sýnd í Bandaríkjunum var henni meðal annars líkt við leikkonuna Karla Sofía Gascón sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Emilia Pérex. En hvað veldur því að mynd, sem að mínu mati hefði aldrei náð sama flugi án aðal leikkonunnar, sé tilnefnd til flestra verðlauna á Eddunni utan tilnefningar fyrir leikkonu ársins í aðal hlutverki?“

Jódís bendir á að Arna Magnea hafi ekki sótt Palm Springs hátíðina að þeirri einföldu ástæðu að íslenskt trans fólk treystir sér ekki til Bandaríkjanna eins og staðan er þar Vestan hafs.

„Aðför að réttindum trans fólks er bæði hörð og hættuleg þar vestra og dæmi eru um það að trans fólk sé hreinlega komið á flótta frá Bandaríkjunum vegna ógna Trumpstjórnarinnar í þeirra garð.“

Segir hún að það hafi verið ánægjulegt að heyra utanríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, segja frá því á dögunum að utanríkisráðuneytið undirbúi nú ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk.

„Ísland er í fremst í röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks en orðræðan, bakslagið, þöggunin og glerþökin færast nær og eru byrjuð að hafa áhrif hér á litla Íslandi. Það að fyrsta opinberlega trans leikkonan sem hefur með stórleik sínum rutt brautina og er fyrirmynd fyrir ungt hinsegin listafólk sé ekki tilnefnd til Eddunnar er mér óskiljanlegt.“

Blað brotið í kvikmyndasögunni

Jódís segist í grein sinni vita að það séu aldrei öll tilnefnd og oftast séu skiptar skoðanir um verðlaun og tilnefningar.

„En listin er okkar sterkasta tjáningarform í heimi sem stendur á tímamótum þegar kemur að mannréttindum. Í flestu er pólitík, við nýtum þau tækifæri sem við höfum til þess að standa með mannréttindum og koma okkar viðhorfum á framfæri. Arna Magnea Danks hefði að mínu mati verið vel að Edduverðlaunum komin en þær sem eru tilnefndar eru það líka. Málið snýst því fyrst og fremst um þá ótrúlegu niðurstöðu þeirra sem því ráða að Arna Magnea sé ekki tilnefndi til verðlauna fyrir frammistöðu sem sem hefur brotið blað í íslenskri kvikmyndasögu,“ segir Jódís í grein sinni sem má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur