fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Ísraelsmenn létu eldflaugunum rigna yfir Gaza – Mörg hundruð sagðir látnir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. mars 2025 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vopnahléi Ísraelsmanna og Hamas er lokið eftir að Ísraelsmenn létu eldflaugunum rigna yfir Gaza í nótt. Viðræður um áframhaldandi vopnahlé sigldu í strand í gær og hófu Ísraelsmenn árásir að nýju. Hamas segja að 330 hið minnsta hafi látist.

Í frétt Mail Online kemur fram að Mahmoud Abu Wafa, hátt settur meðlimur Hamas, hafi látist í árásunum í nótt.

AFP hefur eftir vitnum að Ísraelsmenn hafi „leyst vítiselda“ úr læðingi með árásunum sínum og fjölmargir hafi látist. Þá eigi særðir erfitt með að komast undir læknishendur vegna skorts á mannúðaraðstoð á svæðinu.

Ísraelsher segir að árásir hafi verið gerðar á „hryðjuverkaskotmörk“ og að árásirnar muni halda áfram eins lengi og nauðsyn krefur. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hvetur Hamas-samtökin til að sleppa þeim gíslum sem enn eru í haldi. Verði það ekki gert muni árásirnar halda áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni