fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Þekkt leikkona látin 43 ára að aldri

Fókus
Mánudaginn 17. mars 2025 10:00

Émilie í þáttunum The Missing sem nutu töluverðra vinsælda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Belgíska verðlaunaleikkonan Émilie Dequenne er látin, 43 ára að aldri, tveimur árum eftir að hún greindist með sjaldgæfa tegund krabbameins. Émilie lést í gær á sjúkrahúsi skammt fyrir utan París, höfuðborg Frakklands.

Leikkonan greindi frá því í október 2023 að hún hefði greinst með nýrnahettukrabbamein. Í apríl í fyrra greindi hún frá því að meinið væri í rénun en það tók sig aftur upp undir lok síðasta árs og fór heilsu leikkonunnar hratt hrakandi síðustu vikurnar.

Émilie lék meðal annars í BBC-þáttunum The Missing þar sem hún lék lögreglukonuna Laurence Relaud. Þá vann hún til tveggja verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem besta leikkonan, í fyrra skiptið árið 1999 fyrir myndina Rosetta og aftur árið 2012 fyrir myndina Our Children. Hún vann til fjölmargra annarra verðlauna á ferli sínum.

Émilie fæddist í Belgíu þann 29. Ágúst 1981. Hún lætur eftir sig eiginmann, Michel Ferracci, og eina dóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Í gær

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin