fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. mars 2025 21:30

Frá Gran Canaria. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gran Canaria er vinsæll áfangastaður sólþyrstra Íslendinga, rétt eins og Tenerife. En óhugnanleg tíðindi berast nú frá Gran Canaria sem hafa ekkert að gera með þá friðsælu sólarstemningu sem túristar sækjast eftir.

Canarian Weekly greinir frá því að konu og 19 ára syni hennar hafi verið rænt í bænum El Salobre núna í vikunni. Málaliðar af því tagi sem glæpamenn gera oft út til að fremja mannrán eru sagðir hafa numið mæðginin á brott af heimili þeirra. Ekki er vitað hvar þau eru niðurkomin en talið að þau séu í haldi glæpahóps.

Mannránið átti sér stað í kjölfar á þjófnaði á 600 kg af kókaíni sem voru hluti af 2 tonna fíkniefnasendingu til eyjarinnar. Málin eru talin tengjast. Eiginmaður brottnumdu konunnar er þekkt nafn í undirheimum Gran Canaria.

Nokkur lögregluembætti rannsaka málið af krafti og hafa verið sendir rannsóknarlögreglumenn frá Spáni til að hjálpa til við rannsóknina. Á  fimmtudagsmorgun framkvæmdu lögreglumenn nákvæma húsrannsókn á heimili mæðginanna.

Fjölskyldan býr í rólegu og vel megandi hverfi. Hefur atburðurinn vakið mikinn óhug meðal íbúanna.

Sjá nánar á Canarian Weekly.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ