fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. mars 2025 14:30

F.v: Höskuldur Þórhallsson og Jón Bjarki Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er hið ótrúlegasta mál,“ segir Jón Bjarki Magnússon um mál sem lögmaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn, Höskuldur Þórhallsson, hefur höfðað á hendur föður Jóni Bjarka, Magnúsi Traustasyni.

Forsaga málsins er sú að Höskuldur var skiptastjóri dánarbús ættingja Magnúsar og var áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að halda eftir fjármunum í dánarbúinu og standa ekki skil á erfðafjárskatti. Höskuldur vill ekki una áminningunni og hefur því stefnt Magnúsi Traustasyn í einkamáli. Vísir greinir frá þessu.

Málið verður fyrir í Héraðsdómi Suðurlands þann 8. apríl næstkomandi. „Maður veit ekkert hvaðan á sig stendur veðrið í raun. Skrítið að úrskurðarnefnd lögmannafélagsins sé laus allra mála en það sé síðan ég sem fæ kæru fyrir þeirra úrskurð!“ segir Magnús Traustason í samtali við Vísi.

„Hann kærir mig fyrir að hafa lagt fram þessa kvörtun og krefst þess að ég dragi hana til baka. Af því að hann fékk áminningu. Og það þykir mér harla skrítið, áminningin er þeirra en ég á að bera ábyrgð á henni?! Þetta er afar skrítið,“ segir hann ennfremur.

Höskuldur segir hins vegar við Vísi að svona séu lögin bara. Segist hann ekki hafa haft önnur úrræði en að stefna Magnúsi: „Ég fékk áminningu, eftir að hann kvartaði til lögmannafélagsins, og ég var ósammála. Ég hef engin úrræði önnur en stefna honum.“

Samrýmist ekki góðum lögmannsháttum

Jón Bjarki, sonur Magnúsar, hefur nú stigið fram og tjáir sig um málið í harðorðri Facebook-færslu. Þar bendir hann á að það samrýmist ekki góðum lögmannsháttum að halda eftir fjármunum úr dánarbúi í rúmlega ár. Hann telur það fráleitt að föður hans sé stefnt fyrir dóm fyrir það eitt að hafa með réttmætum hætti kvartað til Lögmannafélagsins. Segir hann að Höskuldur eigi að hafa ævarandi skömm af málinu:

„Þetta er hið ótrúlegasta mál. Höskuldur var skipaður skiptastjóri yfir búi ömmu, þar sem helsta eignin var lítil íbúð í Reykjavík. Þrátt fyrir að eignir væru ekki margar tók vinnan við skiptin um eitt og hálft ár. Tillaga að skiptum var samþykkt í janúar 2022. Höskuldur greiddi hinsvegar ekki erfðafjárskatt til sýslumanns fyrr en rúmu ári síðar, og það ekki fyrr en að erfingjar höfðu kvartað undan störfum hans til úrskurðarnefndar lögmanna eftir að þeim fóru að berast rukkanir frá skattinum.Nefndin áminnti Höskuld fyrir að standa ekki skil á erfðafjárskattinum. Hann hefði átt að greiða skattinn við fyrsta tækifæri. Peningarnir hafi verið eign erfingjanna sem átti að greiða til hins opinbera. Hann hefði fengið leiðbeiningar hvernig standa ætti að greiðslu þeirra. Það samrýmdist ekki góðum lögmannsháttum að halda fjármununum eftir í rúmlega ár.

En málinu lauk ekki þar, þar sem hann hefur nú ákveðið að stefna einum erfingja, honum pabba Magnúsi, til að freista þess að fá þessum úrskurði lögmannafélagsins hnekkt. Pabbi neyðist semsagt til þess að verja sig fyrir dómstólum fyrir það eitt að hafa hafa leitað til lögmannafélagsins með ágreiningsefni sem leiddi til að endingu þess að Höskuldur var áminntur.

Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni