fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Sækir um skilnað eftir að hafa komist að skuggalegu leyndarmáli eiginkonu sinnar

Fókus
Föstudaginn 14. mars 2025 11:49

Aaron og Victoria þegar allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska raunveruleikastjarnan Aaron Goodwin hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni, Victoriu Goodwin, eftir að upp komst um skelfilegt ráðabrugg hennar.

Aaron, sem er 48 ára, er þekktastur fyrir þættina Ghost Adventures en hann gekk í hjónaband með Victoriu, sem er 32 ára, í Disneyland í Kaliforníu í ágúst 2022.

Greint var frá því á dögunum að Victoria hefði reynt að ráða leigumorðingja til að ráða hann af dögum. Var hún handtekin í síðustu viku vegna málsins og gæti hún átt þungan fangelsisdóm yfir höfði sér.

Í frétt New York Post kemur fram að hún hefði átt í samskiptum við ónefndan fanga í Flórída síðan í október á síðasta ári þar sem hún lét í ljós vilja sinn til að láta drepa Aaron svo hún gæti losnað úr hjónabandinu. Átti fanginn að finna einstakling sem var tilbúinn að taka að sér verkefnið.

„Er ég slæm manneskja? Af því að ég vil binda endi á líf hans en ekki skilja,“ er hún sögð hafa sent umræddum fanga.

Victoria er sögð hafa ætlað að borga samtals 11.515 Bandaríkjadali fyrir verkefnið, eða um eina og hálfa milljón króna, og var hún búin að leggja fram 2.500 dollara greiðslu þegar hún var handtekin.

Þá er hún sögð hafa látið fangann fá upplýsingar um hvar eiginmaðurinn væri hverju sinni sem hann átti að láta tilvonandi leigumorðingja fá.

Í frétt Post kemur fram að Aaron hafi verið staddur í Kaliforníu við tökur á Ghost Adventures þegar leigumorðinginn átti að láta til skarar skríða.

„Hann er sofandi núna á hótelherberginu. Ég þarf að vita hvað er í gangi. Var verkefnið klárað?,“ mun fanginn hafa spurt leigumorðingjann.

Ekki er vitað hvað gerðist í kjölfarið en verkefnið var að minnsta kosti ekki klárað. Segja má að tilviljun hafi ráðið því að upp komst um ráðabruggið því það gerðist þegar fangaverðir tóku eftir því að fanginn var með síma í fangaklefa sínum. Það er ólöglegt og komu samskiptin upp á yfirborðið þegar farið var yfir innihald símans.

Victoria hefur sjálf þvertekið fyrir að hafa ætlað að láta drepa Aaron og hefur sagt að aðeins hafi verið um „fantasíu“ að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 3 dögum

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“