fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 14. mars 2025 12:30

Reglur eru reglur. Mynd/Bílastæðasjóður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður í Reykjavík fékk 10 þúsund króna sekt fyrir að leggja bíl sínum á móti akstursstefnu. Fannst honum það blóðugt og sakar Bílastæðasjóð um peningaplokk af fólki sem vill aðeins leggja bílum sínum. Netverjar eru flestir ósammála honum og telja sektirnar góða leið til að fá fólk til að fylgja reglunum.

„Ég lagði bílnum mínum á móti akstursstefnu og fékk þar með 10þ kr sekt. Veit einhver hver ástæðan er fyrir því að svona er sektað? Er þetta bara svo ríkið geti tekið meiri pening af fólki sem vil bara leggja bílnum sínum?“ segir ökumaðurinn á samfélagsmiðlinum Reddit. „Ég skil það er vegna þess að þá er öruggara að keyra úr stæðinu aftur í umferð, en er það virkilega eina ástæðan? Þetta er svo bilaðslega hátt gjald.“

Ólöglegt og hættulegt

Í athugasemdum er honum bent á að til að sleppa við svona sektir er best að leggja ekki á móti akstursstefnu. Það sé bannað með lögum og hættulegt. En þegar ökumaður tekur af stað í veg fyrir umferð er sjónsvið hans skert gagnvart aðsteðjandi umferð.

„Þú fékkst sekt af því að þetta er bannað. Þetta er ekki peningaplokk og Bílastæðasjóður er ekki blóðsugur. Þetta er ekki gjald, heldur sekt, sem er refsing fyrir að gera eitthvað sem er bannað,“ segir einn.

Annar bendir á að 10 þúsund krónur sé nú með því lægstu sektum sem fyrir finnast. Og enn annar á að þetta sé ódýrasta leiðin til þess að skilyrða rétta umferðarhegðun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast