fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. mars 2025 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stundum sagt að hundar séu bestu vinir mannsins og tryggir eigendum sínum.

Það má líklega segja um annan þeirra tveggja hunda sem voru lifandi þegar viðbragðsaðilar komu að heimili Gene Hackman og eiginkonu hans, Betsy Arakawa, sem fundust látin á dögunum.

Hackman-hjónin áttu þrjá hunda, Bear, Nikita og Zinna sem fannst dáin í búri sínu.

Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang hittu þeir fyrir Bear og Nikita og segir Bryan Montana, slökkviliðsstjóri í Santa Fe, að annar þeirra hafi sýnt nokkuð magnaða hegðun.

Í frétt USA Today kemur fram að viðbragðsaðilar, lögregla og sjúkralið, hafi verið búnir að vera á staðnum í drykklanga stund þegar annar hundanna byrjaði að gelta á þá og hlaupa svo yfir í hinn enda hússins. Héldu viðbragðsaðilar að hundurinn vildi leika.

„Þeir áttuðu sig síðan á því að hann var í raun að reyna að segja: „Hey, komið hingað! Komið hingað!“,“ segir Montana. Þegar viðbragðsaðilar eltu hundinn fundu þeir einmitt lík Hackmans sem hafði látist nokkrum dögum fyrr. Lík Betsy fannst einnig í húsinu og er talið að hún hafi verið látin í hartnær hálfan mánuð áður en hún fannst.

Sjá einnig: Síðustu dagar Gene Hackman

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stjórnsýsluvenja í uppnámi eftir að blaðamaður lagði Akraneskaupstað í máli um umsækjendalista

Stjórnsýsluvenja í uppnámi eftir að blaðamaður lagði Akraneskaupstað í máli um umsækjendalista
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flugferð frá Berlín endaði í íslensku fangelsi – Kona og maður á fimmtugsaldri fá þriggja ára dóm

Flugferð frá Berlín endaði í íslensku fangelsi – Kona og maður á fimmtugsaldri fá þriggja ára dóm
Fréttir
Í gær

Segir kynfræðslu Siggu Daggar það sem þarf – „Skömmin sem við erfðum hefur valdið raunverulegum skaða“

Segir kynfræðslu Siggu Daggar það sem þarf – „Skömmin sem við erfðum hefur valdið raunverulegum skaða“
Fréttir
Í gær

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“