fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Rúrik Gísla vann sér inn rúmar 15 milljónir á þremur klukkutímum – „Geðveikt að mæta í viðtal og tala bara um peninga“

433
Þriðjudaginn 11. mars 2025 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rúrik Gíslason, vann sér inn tæpar 15 milljónir króna um helgina þegar hann vann þýska sjónvarpsþáttinn Elt­on 12. Hann ræddi málið í Brennslunni á Fm957 í morgun.

Þátturinn var sýndur í þýsku sjónvarpi um helgina þar sem Rúrik bar sigur úr bítum.

„Þátturinn gengur út á það, það eru tólf frægir sem koma saman og þetta er útsláttarkeppni. Það eru spurningar og þrautir, þú kemst áfram í næstu umferð eða dettur út,“ sagði Rúrik í þættinum.

Rúrik hefur notið mikilla vinsælda í Þýskalandi eftir að  hann hætti í fótbolta og gerði garðinn frægan þegar hann vann vinsælan dansþátt þar í landi fyrir nokkrum árum.

„Þetta er skemmtiþáttur á laugardagskvöldi. Þetta tók þrjá klukkutíma í tökum.“

Rúrik sagði svo frá því að hann hefði fengið meira en þessar 15 milljónir, rætt var um töluna 17 milljónir.

„Svo færðu líka greitt bara fyrir að mæta,“ sagði Rúrik og svo hélt hann áfram. „Það er svo geðveikt að mæta í viðtal og tala bara um peninga, það er svo nett. Það er svo fokking nett,“ sagði Rúrik með mjög mikilli kaldhæðni.

„Ég vissi ekkert af þessu vinningsfé áður en ég mætti í þáttinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Í gær

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika