fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. mars 2025 04:10

Er hægt að verjast einræðistilburðum Trump?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump er með meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins og virðist hafa fullkomna stjórn á þingmönnum Repúblikana. Á fyrra kjörtímabili sínu sá hann sjálfur um að gera hæstarétt mjög íhaldssaman með skipun dómara í réttinn. En hugsanlega er þessi æðsti dómstóll landsins eini vettvangurinn þar sem hann, og hinn trúi og tryggi fylgisveinn hans, Elon Musk, munu mæta mótspyrnu.

Margir telja að það séu aðeins tvær manneskjur í öllum Bandaríkjunum sem geta komið í veg fyrir að Bandaríkin verði alræðisríki þar sem Trump drottnar sem kóngur með Musk við hlið sér sem krónprins.

Þessar tvær manneskjur eru John Roberts, hinn sjötugi forseti hæstaréttar, og Amy Coney Barrett, 53 ára dómari við hæstarétt. Þau sýndu nýlega að það eru takmörk á hvað þau sætta sig við en spurning er auðvitað hvort þetta hafi verið einstakt tilfelli eða hvort dómstóllinn muni taka sér stjórnsamara hlutverk á næstu fjórum árum?

Þrátt fyrir að sex af níu dómurum réttarins séu íhaldssamir, þá tóku Roberts og Barrett sér stöðu með hinum þremur frjálslyndu dómurum í máli sem var höfðað gegn ríkisstjórn Trump. Meirihluti réttarins komst að þeirri niðurstöðu að ríkið geti ekki látið hjá líða að greiða út um tvo milljarða dollara í þróunaraðstoð við erlend ríki. Þetta snerist um þróunaraðstoð sem hefur nú þegar verið látin í té. Með öðrum orðum, ákvað rétturinn með fimm atkvæðum gegn fjórum að ríkisstjórnin geti ekki snuðað verktaka.

Í öðru máli ógilti hæstiréttur ákvörðun Trump um að reka yfirmann þeirrar stofnunar sem fylgist með störfum ríkisstjórnarinnar.

Ákvörðun hæstaréttar sýnir að fjórir af níu dómurum eru sammála Trump og Musk um að þeir geti nánast hunsað þau lög sem þingið samþykkir. Sem sagt frjálsar hendur og að þeir geti gert það sem þeir vilja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka
Fréttir
Í gær

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð