fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Áfengi er vopn í stríðinu við Trump

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. mars 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur lengi haft hátt um þann vilja sinn að leggja tolla á nánast allt og alla sem eiga í viðskiptum við Bandaríkin. Nýlega tilkynnti hann um tolla á vörur frá Kanada og Mexíkó auk Kína og hefur sagt að röðin komi fljótlega að Evrópu.

En bæði Kanada og Mexíkó, og auðvitað Kína, svöruðu honum um hæl með gagnaðgerðum og hugsanlega urðu þær til þess að Trump dró í land, að hluta, fyrir helgi.

Áfengi og sojabaunir urðu þar með vopn í stríðinu við Trump.

Eftir að Trump tilkynnti um tolla á kanadískar vörur tæmdust hillur kanadískra verslana hver af annarri. Þar sem áður stóð bandarískt áfengi var ekkert nema skilti þar sem neytendur eru hvattir til að kaupa kanadískar vörur og vísa var til tollastríðs Trump.

Ekkert vín frá vínekrunum í Kaliforníu, ekkert viskí frá suðurríkjunum og ekkert Bacardi frá Púertó Ríkó. Og enginn bandarískur bjór.

Trump tilkynnti um 25% toll á kanadískar og mexíkóskar vörur á þriðjudag í síðustu viku en strax á fimmtudaginn bakkaði hann með þetta og frestaði gildistöku tollana.

Ekki liggur fyrir hvaða áhrif þessi frestun hefur, hvort Kanadabúar verða áfram að sætta sig við að geta ekki keypt bandarískt áfengi.

Aðgerðir Kanadamanna vekja reiði í Bandaríkjunum og eiga margir erfitt með að sætta sig við þær því útflutningurinn til Kanada skiptir mörg fyrirtæki miklu máli.

Kanadíska ríkisstjórnin svaraði tollum Trump með því að leggja jafn háa tolla á vörur frá Bandaríkjunum. Yfirvöld í Ontario gengu enn lengra og bönnuð alfarið sölu á bandarísku áfengi í ríkinu og í kjölfarið fylgdu öll hin ríki Kanada og bönnuðu einnig sölu á bandarísku áfengi.

Lawson Whiting, forstjóri bandaríska áfengisframleiðandans Brown-Forman, sem framleiðir meðal annars Jack Daniels viskíið, var ekki sáttur við viðbrögð Kanadamanna og sagði þau ekki í neinu samræmi við tolla Trump.

„Þetta er verra en tollur, því það er bókstaflega talað búið að gera út af við söluna á vörunni þinni með því að fjarlægja hana úr hillum verslana,“ sagði hann að sögn Reuters.

Hann sagði einnig að kanadíski markaðurinn sé aðeins eitt prósent af heildarsölu fyrirtækisins og það ráði vel við að missa hann. Hann bætti við að það sé spurning hvað gerist í Mexíkó því markaðurinn þar stendur undir sjö prósentum af heildarsölu fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast