fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Víkingur sótti reynslumikinn leikmann

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 7. mars 2025 14:30

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, reynslumikill og sóknarsinnaður leikmaður, hefur skrifað undir samning við Víking næstu tvö tímabil.

Þórdís lék með Val á síðustu leiktíð en er með mikla reynslu bæði hér á landi og erlendis.

Víkingur hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar sem nýliði í fyrra.

Tilkynning Víkings
Það er með mikilli hamingju sem Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir að Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (1993) hefur skrifað undir samning við félagið út árið 2026.

Þórdís er gríðarlega reynslumikil og getur spilað hvar sem er á miðju / framarlega á vellinum. Hún hefur leikið í meistaraflokki hérlendis með Breiðablik, Stjörnunni, Þór/KA, KR og Val og með Älta IF og Kristianstad í Svíþjóð. Árið 2021 lék hún svo með kýpverska liðinu Apollon. Samtals hefur Þórdís leikið 292 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 84 mörk. Þórdís varð Bikarmeistari 2013 með Breiðablik og Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2016.

Þórdís á að baki tvo landsleiki með A landsliði Íslands og 29 leiki með yngri landsliðum Íslands, samtals 31 leik sem og skoraði í þeim 7 mörk.

Gefum John Andrews, þjálfara meistaraflokks orðið.

„Þórdís er frábær fótboltamaður og er með töfra í fótunum, það er bara þannig. Við erum í skýjunum með að hafa fengið hana í hópinn okkar. Við höfum þekkst lengi og hún er leikmaður sem ég hef alltaf dást að og borið virðingu fyrir. Það eru til nokkrar tegundir af leiðtogum og á sinn hátt er Þórdís frábært dæmi um leikmann sem setur gott fordæmi fyrir öll sem í kringum hana eru. Jákvæð orka hennar og baráttuvilji er smitandi og hún er strax búin að mynda sterk tengsl í hópnum.

Knattspyrnudeild Víkings býður Þórdísi Hrönn hjartanlega velkomna í Hamingjuna og við hlökkum til þess að fylgjast með henni á vellinum í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard
433Sport
Í gær

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni