fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Hrefna Sætran segir skilið við Grillmarkaðinn

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 6. mars 2025 15:49

Hrefna Sætran

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kokkurinn og veitingahúsaeigandinn Hrefna Sætran hefur selt hlut sinn í þremur veitingastöðum. Um er að ræða Grillmarkaðinn, Trattoria og Rauttvín. Þetta kemur fram í færslu Hrefnu á Facebook en þar segist hún ætla að einblína áfram á rekstur Fiskmarkaðarins, Uppi bar, Skúla Craft Bar og Kampavínsfjélagsins.

„Það er gott að breyta til og einfalda lífið. Ég finn sterkt að mín ástríða liggur í að að skapa framúrskarandi upplifun í mat og drykk og bjóða upp á gæðavörur þegar fólk heimsækir okkur. Þessi hugsun endurspeglast í öllu sem við gerum, hvort sem það er á veitingastaðnum, á barnum, í víninu eða á miðlunum okkar.
Þetta eru spennandi tímamót og ég spennt að halda áfram þeirri skemmtilegu vinnu sem við höfum verið í síðustu ár með öllu því skapandi fólki sem ég fæ að vinna með. Svo eru framundan ótrúlega spennandi verkefni í gangi hjá okkur sem ég hlakka til að segja ykkur frá. Nú er rétti tíminn til að setja mína krafta í það sem ég brenn fyrir. Búa til upplifanir og góðar stundir. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt,“ segir Hrefna í færslunni.

Hrefna opnaði Grillmarkaðinn árið 2011 ásamt viðskiptafélögum sínum og hefur staðurinn verið síðan í hópi vinsælustu og farsælustu veitingahúsa landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru