fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Jónas Grani rekinn í Belgíu í upphafi árs – „Ég mun aldrei gefa eftir varðandi mikilvægi þess að varðveita viðkvæmar upplýsingar“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. mars 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas Grani Garðarson var rekinn úr starfi sem sjúkraþjálfari Kortrijk í Belgíu í janúar. Frá þessu segir hann á Facebook síðu sinni.

Freyr Alexandersson hafði fengið Jónas til starfa en hann hafði árin á undan starfað sem sjúkraþjálfari í Katar.

Þegar Freyr var rekinn frá belgíska liðinu fékk Jónas að fjúka sömu leið. Jónas Grani var öflugur sóknarmaður á yngri árum og lék fyrir Fram, FH og fleiri lið.

Eftir að hafa fengið svipað spark og Freyr í rassinn í byrjun janúar hefur lífið verið frekar rólegt hérna í Belgíu. Rassinn var aumur en sálin og samviskan góð. Það var ný upplifun að vera rekinn og sjaldgæft þegar maður hefur -sjúkra- titilinn fyrir framan þjálfari,“ skrifar Jónas Grani á Facebook.

Eitthvað virðist hafa gengið á þegar Jónas var rekinn. „En ég mun aldrei gefa eftir varðandi mikilvægi þess að varðveita viðkvæmar upplýsingar (sjúkra upplýsingar) – það eru upplýsingar sem þarf að varðveita á sem bestan veg. Það vita allir, vonandi, sem starfa í heilbrigðisþjónustu.“

Jónas Grani situr þó ekki auðum höndum og aðstoðaði landsliðsmanninn, Guðlaug Victor Pálsson í síðustu viku. „Að hafa lausar stundir getur svo auðvitað boðið upp á skemmtileg verkefni eins og það að vinna með Guðlaugi Victori í síðustu viku. Það tekur á að vera í iðnaðinum í Championship deildinni á Englandi – og landsleikir framundan. Virkilega flottur og góður að vinna með og frábær félagsskapur, við náum vel saman. Framtíðin er alveg óráðin en við fjölskyldan fljúgum heim 20. mars.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann