fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Auddi lenti í því sama og Simmi Vill – „Það átti að berja mig“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. febrúar 2025 20:00

Skjáskot: Dr. Football

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór ekki framhjá mörgum þegar Sigmar Vilhjálmsson sagði frá því um síðustu helgi að honum og hóp sem hann var með hafði verið vísað af vellinum á leik Manchester City gegn Liverpool. Þetta var rætt í hlaðvarpinu Dr. Football í dag.

Sigmar er mikill stuðningsmaður Liverpool og sá liðið vinna City 0-2 í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann og hópurinn sem hann var með sátu hins vegar á meðal stuðningsmanna City og var þeim vísað út í kjölfar þess að 12 ára drengur í hópnum fagnaði fyrra marki Liverpool lítillega, að sögn Sigmars. Sjálfur slapp hann þar sem hann var á salerninu er hópnum var vísað á dyr.

Meira:
Myndband: Sigmar lenti í ömurlegri uppákomu í Manchester í gær – „Mjög stoltir af sjálfum sér, þessar litlu sálir“

Auðunn Blöndal var gestur Hjörvars Hafliðasonar í Dr. Football í dag og sagði frá því þegar hann lenti í svipaðri uppákomu fyrir nokkrum árum. Auðunn er stuðningsmaður Manchester United og sat á meðal Chelsea stuðningsmanna í leik liðanna. Gaf hann lítillega í skyn að hann væri sáttur er Wayne Rooney skoraði mark fyrir United í leiknum.

„Þá sagði einhver að það væri einhver United „wanker“ í stúkunni. Það kom öryggisvörður og sagði við mig að hann væri ekki að reka mig af vellinum en að það væri samt sniðugt fyrir mig að fara. Ég spurði hvort ég mætti vera aðeins lengur og það var ekkert mál en svo komu fleiri með honum og sögðu að ég yrði að fara. Það átti að berja mig,“ sagði Auðunn.

Hjörvar þekkir það vel að ferðast á leiki á Englandi og segir umræðuna fína lexíu fyrir þá sem hafa hugsað sér að skella sér á leik úti.

„Þetta er ágætis skóli fyrir menn því það er alveg stutt í þetta,“ sagði hann í þætti dagsins.

Hér að neðan má sjá Auðunn lýsa atburðarásinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Í gær

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“