fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Hrafnkell lýsir yfir þungum áhyggjum yfir stöðunni fyrir norðan – „Það er eiginlega sjokkerandi“

433
Sunnudaginn 2. mars 2025 07:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti Íþróttavikunnar, sem kemur út alla föstudaga á 433.is.

Það var til að mynda rætt um undirbúningstímabilið hér heima. Þar hefur KA til að mynda ekki litið allt of vel út undanfarið. Liðið tapaði 2-5 gegn Fram á dögunum og var einnig skellt 0-5 af Breiðabliki nýlega.

„Það er eiginlega sjokkerandi hversu lélegt þetta KA-lið er. Það vantar ekkert marga leikmenn inn í þetta,“ sagði Hrafnkell, sem hefur fylgst vel með norðanmönnum.

video
play-sharp-fill

„Þeir verða að fá kantmann á móti Hallgrími Mar, sem getur tekið boltann, sólað 2-3 og neglt honum fyrir á Hallgrím eða Viðar. Adam Ægir hefði verið fullkominn fyrir þá, enda var það alveg pæling víst,“ sagði Hrafnkell, en Adam hélt kyrru fyrir á Ítalíu eftir að hafa verið orðaður við heimkomu.

Hrafnkell sagðist þá hafa verulegar áhyggjur af KA og telur að liðið geti jafnvel verið í fallbaráttu í sumar.

„Ég hef það, sérstaklega af því við erum að sjá Vestra styrkja sig. Miðað við hvað þeir geta verið öflugir, sérstaklega á heimavelli, getur KA alveg sogast þarna niður eins og staðan er.“

Jóhann sér KA þó ekki falla og benti á að Hallgrímur Mar Steingrímsson væri enn í liðinu.

„Manni finnst eins og Haxgrímur eldist ekki og ef hann skilar sínum 15 mörkum + stoðsendingum dugar það.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Í gær

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu
Hide picture