fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir á Norðurlandi eystra hefur verið sýknaður af ákæru um ofbeldi gegn börnum sínum. Dómur þessa efnis féll þann 20. desember 2024 en var birtur nýlega. RÚV greindi frá.

Málið varðar tvö sérkennileg atvik. Annars vegar tilkynnti afgreiðslumaður í verslun til barnaverndar um ámælisverða framkomu mannsins í garð sonar síns í versluninni. Starfsmaðurinn, sem er kona, lýsti því fyrir dómi að faðirinn hafi virst í uppnámi og talað harkalega til sonar síns sem sat í kerrunni. Afgreiðslukonan horfði til mannsins sem sagði þá við hana: „You got a fucking problem.“

Atvikið sem maðurinn var síðan ákærður fyrir var hins vegar annað, í þessari sömu verslunarferð. Var hann sakaður um að hafa slegið til drengsins á meðan hann sat í innkaupakerrunni. Byggt var á upptökum úr eftirlitsmyndavél sem var hljóðlaus. Dómari taldi ekki fullsannað af upptökunni að maðurinn hefði slegið drenginn og var hann því sýknaður af þessum ákærulið.

Leikur sem fór úr böndunum

Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að hafa beitt dóttur sína ofbeldi með því að troða harkalega niður í hana snakki. Atvikið kom upp er starfsmaður á leikskóla varð var við sár inn í munni stúlkunnar. Greindi stúlkan frá því að hún hefði fengið sárin við slíkar aðfarir föðurins. Starfsmaðurinn greindi barnavernd frá málinu sem tilkynnti það til lögreglu.

Faðirinn lýsti því að um hefði verið að ræða leik sem fór úr böndunum. Dómara þótti ekki sannað að faðirinn hefði haft ásetning um að meiða dóttur sína og var hann því líka sýknaður af þessum ákærulið og er laus allra mála.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bókakaffi með glæpaívafi

Bókakaffi með glæpaívafi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi
Fréttir
Í gær

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“
Fréttir
Í gær

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík