fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Erling Þórðarson, sem ákærður er fyrir tvöfalt manndráp í Neskaupstað í ágúst í fyrra, var án meðferðar þegar hjónunum var ráðinn bani.

Þannig kannast hvorki geðsvið Landspítala né geðheilsuteymi Heilbrigðisstofnunar Austurlands við að hafa haft á sinni könnu að sinna eftirfylgni og meðferð Alfreðs þegar hann var útskrifaður úr nauðungarvistun á Landspítalanum í fyrra.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Alfreð hafði lengi glímt við alvarlegan geðrænan vanda og hafði hann í þrígang á innan við ári verið nauðungarvistaður. Þann 6. Júní í fyrrasumar, um tveimur og hálfum mánuði áður en harmleikurinn átti sér stað, var hann úrskurðaður í tólf vikna nauðungarvistun og var samkvæmt því heimild til að vista hann á Landspítalanum til 29. ágúst.

Sjá einnig: Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð var aftur á móti útskrifaður fyrr og í frétt Morgunblaðsins kemur fram að hann hafi verið útskrifaður í hendur geðheilsuteymis Heilbrigðisstofnunar Austurlands en þar á bæ kannast aftur á móti enginn við að hafa haft Alfreð til meðferðar.

Í fréttinni er rætt við Sigurlín Hrund Kjartansdóttur, teymisstjóra geðheilsuteymis HSA, sem segir allt of algengt að teymið fyrir austan fái engar upplýsingar um þá sem eru til dæmis vistaðir í Reykjavík. Stundum sendi viðkomandi stofnun rafrænt útskriftarbréf sem fer á heilsugæslu lögheimilis en Sigurlín segir að stundum sé það bréf bara ekki sent. Þá viti kerfið ekki þegar sjúklingur er innritaður.

„Við sjá­um sjúkra­gögn frá SAk [Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri] í okk­ar kerfi en við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH. Sjúkra­kerfið er svo flókið, það eru marg­ar út­gáf­ur í gangi. Það er verið að reyna að sam­ræma þær og opna þær en í dag sé ég ekki hvort skjól­stæðing­ur frá mér hafi farið í bráðainn­lögn á BUGL t.d. og verið út­skrifaður, fyrr en það kem­ur lækna­bréf um það, sem ger­ist ekki endi­lega í sömu vik­unni,“ seg­ir Sig­ur­lín.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast