fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Bandarísk kona grunuð um að kasta nýfæddu barni út um hótelglugga í París

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 14:36

Frá París.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung bandarísk kona hefur verið handtekin í París, höfuðborg Frakklands, grunuð um að bana nýfæddu barni. Hún er sökuð um að hafa fleygt því út um glugga á hóteli.

The Guardian greinir frá þessu.

Barninu var fleygt út um glugga á annarri hæð hótelsins á mánudag, 24. febrúar. Var því fljótt komið á spítala en þar úrskurðað látið.

Lögreglan rannsakar málið sem barnsmorð, það er morð á einstaklingi undir 15 ára aldri, og hefur móðurina grunaða um verknaðinn.

Móðirin var í ferðalagi um Evrópu í hópi annarra ungmenna. Talið er að hún hafi eignast barnið á hótelinu og fleygt því út um gluggann í kjölfarið. Hún var flutt á spítala til aðhlynningar eftir barnsburð en hefur síðan verið færð í gæsluvarðhald.

Lögregluyfirvöld í París rannsaka hvort að móðirin hafi verið í afneitun um þungun sína. Það er að annað hvort hafi hún ekki vitað eða ekki viljað vita að hún hafi verið barnshafandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“