fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Hvimleitt vandamál búðarferða – „Ég er ógeðslega leiðinleg þegar kemur að þessu, ég bara nenni þessu ekki“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 15:30

Mynd: Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allir eru að díla við þetta vandamál. Þú labbar inn og hittir einhvern sem þú þekkir. Blessaður, mamma þín og systir þín og allt þetta, hvað er verið að bralla. Svo bara heyrðu gott að sjá þig við sjáumst,“

segir Bolli Már Bjarnason útvarpsmaður við félaga sinn, Þór Bæring, í þætti þeirra Ísland vaknar á K100. sem segist alltaf fara í Krónuna í Borgartúni. Hann kunni á þá verslun, viti hvar hlutirnir eru og versluninn enn í hring hans og konunnar.

„Svo nærðu þér í mjólk, gúrku, jafnvel furuhnetur, ef þú ert heppinn er blár Maryland sem dettur ofan í. Svo labbar þú fyrir hornið og nei bara: „Þú aftur.“ Og þetta getur gerst fjórum fimm sinnum.“

Félagarnir opnuðu síðan fyrir símann og báðu um ráð frá hlustendum um hvernig ætti að taka á þessum aðstæðum sem greinilega margir tengja við. Búið er að heilsa viðkomandi, taka spjallið og kveðja, síðan er maður alltaf að hitta viðkomandi aftur.

„Pínu fyndið stundum,“ segir Þór.

„Þetta er svo gjörsamlega óþolandi, ég tengi svo, vá! Þú ert búinn að kveðja, sérð hann aftur, kinkar kolli, sérð hann í þriðja skipti. Gaman að sjá þig, bið að heilsa, ætlarðu að skila kveðjunni frá því fyrir tveimur mínútum síðan,“ segir karlmaður sem hringir inn.

„Ég er svo köld þegar ég fer út í búð, ég horfi bara beint fram og á það sem ég er að gera. Ég þoli þetta ekki og nenni ekki að spjalla við fólk út í búð,“ segir kona. Félagarnir segja að líklega sé sagt um hana að hún sé svo góð með sig að hún heilsi ekki, konan játar því. 

„Ég er ógeðslega leiðinleg þegar kemur að þessu, ég bara nenni þessu ekki,“ segir konan sem segist alltaf fara í sömu verslun, en þó í lagi að skoða aðrar búðir, eins og þegar Costco opnaði gerði hún sér ferð að skoða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“