fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist var inn í rafrettubúð King Kong við Hverfisgötu (áður Grand Vape Shop) á laugardagsnótt og stolið þaðan töluverðu af varningi. Eigandi King Kong keðjunnar, Jón Thor Ágústsson, hefur undir höndum töluvert efni úr myndeftirlitskerfi af brotinu og er sláandi að sjá hvað innbrotsþjófarnir tveir virðist ungir.

„Sorglegt að sjá hvað þetta byrjar snemma,“ segir Jón Þór en hann telur að innbrotsþjófarnir séu á aldursbilinu 12-15 ára. Mjög lítið sést framan í þá en líkamsvöxtur, hreyfingar og klæðnaður gefa til kynna mjög ungan aldur.

„Þeir spörkuðu í plexigler sem er í hurðinni og brutu þannig festingarnar og stungu hendi á milli til að taka úr lás,“ segir Jón Þór, aðspurður um hvernig þjófarnir ungu brutu sér leið inn í verslunina. Tóku þeir töluvert af rafrettum og rafrettuvökva og skýtur Jón Þór á að tjónið nemi 150-200 þúsund krónum.

Skorar á drengina að vinna upp brotið

Jón Þór vill að drengirnir ungu gefi sig fram við hann og vinni einn dag í verslun hans við áfyllingu á goskæli og í sælgætishillur. Geri þeir það er málið gleymt. Gefi þeir sig ekki fram þá fer myndefnið til lögreglu.

Piltarnir geta haft samband við Jón Þór í gegnum Facebook-síðu hans, hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin